6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Koeman tekur á sig launa­lækkun og hvetur leik­mennina til að gera slíkt hið sama

Skyldulesning

Ronald Koeman, stjóri Barcelona, hefur tekið á sig ansi myndarlega launalækkun hjá Barcelona til þess að hjálpa félaginu á erfiðum tímum.

Ronald Koeman, stjóri Barcelona, hefur tekið á sig ansi myndarlega launalækkun hjá Barcelona til þess að hjálpa félaginu á erfiðum tímum.

Kórónuveiran hefur herjað á Barcelona eins og önnur félög en talið er að Börsungar þurfi að safna 170 milljónum pundum til þess að ná endum saman.

Leikmenn eins og Gerard Pique og Frenkie de Jong hafa nú þegar tekið á sig launalækkun en leikmenn eins og Lionel Messi, Antoine Griezmann og Philippe Coutinho eiga enn eftir að gangast við henni.

Mundo Deportivo greinir frá því að Koeman og starfslið hans hafi komið að máli við tímabundinn forseta Carles Tusquets um að þeir væru tilbúnir að taka á sig launalækkun.

Koeman er einnig sagður ætla ræða við leikmenn liðsins í dag. Hann ætlar ekki að neyða leikmennina til að taka á sig launalækkun en mun hvetja þá til þess.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir