6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Kom heim af sjúkrahúsi eftir COVID-19 innlögn – Aðkoman var skelfileg

Skyldulesning

Nýlega var Lisa Steadman, sem býr í Flórída, útskrifuð af sjúkrahúsi eftir sex daga innlögn en hún var með COVID-19. Það var ekki góð sjón sem mætti henni þegar hún kom heim og er hún í miklu áfalli og sorg vegna málsins.

Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook. Þar segir hún að eiginmaður hennar, Ron, hafi einnig verið með COVID-19 en hann hafi hins vegar verið með væg einkenni þegar hún var lögð inn á sjúkrahús. Þau ræddu daglega saman í síma á meðan hún var á sjúkrahúsinu.

Þegar Lisa hafði legið á sjúkrahúsinu í sex daga sagði Ron henni að rafhlaðan í síma hans væri orðin mjög léleg. Lisa náði ekki sambandi við hann næsta dag og varð mjög áhyggjufull. Hún hringdi því í lögregluna og bað hana um að fara og kanna með ástand Ron. Það var gert og var Lisa sagt að Ron „hefði það fínt en væri með slæmt kvef“. Þegar hann svaraði ekki í síma næsta dag reiknaði Lisa með að rafhlaðan í síma hans væri dauð. Þetta var daginn áður en hún var útskrifuð. Þegar hún fór heim daginn eftir fann hún Ron látinn í svefnherberginu.

„Þetta var eins og að ganga beint inn í hryllingsmynd og ég vildi óska að ég hefði ekki séð hann svona því ég get ekki losnað við þessa mynd úr höfði mér,“ sagði hún í samtali við Fox13.

„Þeir segja að hann hafi látist af völdum COVID-19 því þeir vissu að hann var með COVID-19. Þeir vita ekki hvort hann fékk hjartaáfall af völdum COVID-19 eða hvort hann fékk blóðtappa. Það vita þeir ekki. Þetta er hrein martröð,“ sagði hún.

Þau voru hvorugt bólusett gegn kórónuveirunni en veikindi hennar og andlát Ron hafa sannfært hana um láta bólusetja sig. „Ég hélt að ég myndi deyja. Það er bara eins og þú sért ekki með nein bein í líkamanum. Þú getur ekki hreyft þig. Þú ert bara svo veikburða,“ sagði hún.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir