5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Komast ekki í jólaklippinguna!!!

Skyldulesning

Nú síðustu dagana fyrir jól eru allir að keppast við að klára allt fyrir jólin eins og venjan er. Eitt er þó eftir hjá þeim Brynjólfi og Auðunni en það er jólaklippingin. Þeir eru að verða úrkula vonar um að komast nokkurs staðar að fyrir jólin, meira að segja Egill, sérstakur rakari okkar skipverja sér engan möguleika á að koma þeim að sökum anna. “Það er bara allt sneisafullt að gera” sagði Egill aðspurður.
Auðunn og Binni eru orðnir ansi örvæntingarfullir og biðla til þeirra er lesa þetta að láta þá vita ef þeir viti um lausa tima á einhverri hárgreiðslustofunni.

“Þetta er ekkert rosa mikið sem þarf að gera” sagði Auðunn. “Bara rétt að snyrta að aftan og setja kannski smá perm líka en ég held að Binni vilji strípur”

Við verðum bara að vona að einhver góðviljaður aumki sig yfir þá kumpána fyrir jólin!

Innlendar Fréttir