7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Komið á hreint hvaða liði Víkingur mætir í Sambandsdeildinni

Skyldulesning

Víkingur Reykjavík mun spila í Sambandsdeildinni eftir að hafa dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær.

Víkingar stóðu sig hetjulega gegn Malmö frá Svíþjóð en leiknum í gær lauk með 3-3 jafntefli. Víkingur tapaði fyrri leiknum 3-2.

Liðið fer því í undankeppni Sambandsdeildarinnar og mætir þar liði New Saints frá Wales.

Leikið er í annarri umferð Sambandsdeildarinnar en fyrri leikurinn er spilaður hér heima á Víkingsvelli.

TNS er besta lið Wales en liðið tapaði gegn Linfield frá Norður-Írlandi í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Víkingur mætir The New Saints frá Wales í 2. umferð @europacnfleague. Fyrri leikurinn fer fram í Víkinni fimmtudagskvöldið 21. júlí og seinni leikurinn fer fram ytra viku síðar.

Miðasala verður auglýst innan tíðar.

— Víkingur (@vikingurfc) July 13, 2022

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir