Kominn með nóg af leyndarmálum föður síns – „Ég mun segja mömmu ef hann gerir það ekki“ – DV

0
138

„Ég komst að því að pabbi hélt framhjá mömmu, aftur, og hótaði að ég myndi segja mömmu allt saman.“ Svona hefst bréf 23 ára karlmanns til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

„Ég var svo reiður þegar ég kom óvænt heim og gómaði hann í rúminu með nágrannakonu okkar. Mamma var í vinnunni,“ segir hann.

Ungi maðurinn er 23 ára, pabbi hans er 56 ára og mamma hans er 52 ára. Þau hafa verið saman í þrjá áratugi.

„Síðan ég man eftir mér hefur pabbi verið algjör daðurdrós en ég taldi það vera merkingarlaust. Þar til ég heyrði í honum tala í símann fyrir nokkrum árum. Hann var að tala við einhverja konu og sagðist elska hana og að hann gæti ekki beðið eftir að hitta hana aftur. Ég spurði hann út í þetta og hann viðurkenndi að hafa sofið hjá samstarfskonu sinni en lofaði að þetta hafi aðeins gerst einu sinni og myndi ekki gerast aftur.

Hann sagði að hann og mamma væru að glíma við ýmis vandamál og að hann hafi verið veikgeðja og heimskur. Ég ákvað að trúa honum en nú hef ég gripið hann aftur glóðvolgan og ég sagði honum að ef hann segir ekki mömmu sannleikann þá ætla ég að gera það,“ segir hann.

Faðir hans hefur reynt að láta hann fá samviskubit. „Pabbi sagði að mamma á eftir að vera niðurbrotin þegar hún kemst að þessu og grátbað mig um annað tækifæri. Ég veit ekki hvað ég á að gera,“ segir ungi maðurinn.

„Hann lofaði að hann myndi binda enda á framhjáhaldið og hann sagðist elska mömmu og að hann vilji ekki missa hana. En ég treysti honum ekki og skil ekki af hverju hann heldur framhjá henni.“

Ungi maðurinn hefur samt sem áður ekki sagt neitt við móður sína en líður eins og hann sé fastur á milli steins og sleggju. Hann vill ekki særa móður sína en honum finnst hann vera að geyma skítugt leyndarmál föður síns.

Deidre svarar og gefur manninum ráð. „Pabbi þinn hefur sett þig í ömurlegar aðstöðu. Annað hvort lýgur þú að móður þinni eða særir hana með sannleikanum. Þú þarft að útskýra fyrir honum hvaða álag er á þér vegna hans. Gefðu honum tækifæri að tala við mömmu þína, reyndu að fá hann til að leita sér aðstoðar.

Það er möguleiki að mamma þín viti nú þegar af þessu eða gruni að hann sé að halda framhjá.“