Komst að því eftir tæp átján ár að móðirin sem hún dáði hafði rænt henni nýfæddri – Þóttist vera hjúkrunarfræðingur og gekk út með barnið – DV

0
107

Allt þar til Alexis Kelly Manigo var tæplega 18 ára gömul var líf hennar eins og hvers annars áhyggjulauss unglings. Hún stóð sig vel í skóla, var öflug í kirkjustarfi og átti kærasta. 

Hún var afar náin móður sinni, Gloriu Williams. Bjuggu þær mæðgur í smábænum Walterboro í Suður-Karólínufylki og dáðist fólk að sambandi mæðgnanna sem reglulega fóru saman að versla fatnað eða fara í handsnyrtingu. Hún átti einnig tvo eldri bræður sem hún var einnig afar náin. 

En heimur Alexis hrundi þegar hún sótti um um nafnskírteini, líkt og flestir krakkar gera á þessum aldri í Bandaríkjunum. 

Hún reyndist ekki vera til. 

Og þá komst Alexis að því að allt hennar líf var byggt á lygi. 

Alexis og Gloria Hefði gert hvað sem er 

Alexis fæddist þann 10. júlí árið 1998, alheilbrigð og gullfalleg í Jacksonville í Flórída. Móðir hennar var hin 16 ára Shanara Mobley sem hafði átt erfitt líf, litað af fátækt, ofbeldi og eiturlyfjum.

En þegar að Shanara komst að þvi að hún átti von á barni ákvað hún að snúa lífi sínu við. Og þegar að Shanara fékk dóttur sína í hendurnar, vissi hún að líf hennar yrði aldrei hið sama.

,,Ég trúði ekki að ég hefði fætt þetta dásamlega fallega barn sem brosti til mín. Þetta var barnið mitt og ég var tilbúin að gera hvað sem er fyrir hana,” sagði Shanara síðar í viðtali. 

Hún nefndi dóttur sína Kamiyah.

Örfáum klukkustundum eftir fæðinguna kom hjúkrunarfræðingur, eða réttara sagt kona klædd í búning hjúkrunarfræðings, inn á herbergið Shanöru, sem þá lá með dóttur sína í fanginu.

Tölvugerð mynd af telpunni og Shanara að grátbiðja um barn sitt aftur. Tók barnið í fangið og hvarf

Shanara var aðeins 16 ára gömul og með lítið stuðningsnet. ,,,Hjúkrunarfræðingurinn” sýndi henni mikinn skilning og trúði Shanara henni fyrir öllum þeim tilfinningarússíbana sem hún væri að ganga í gegnum. Þær spjölluðu reyndar saman í marga klukkutíma allt þar til ,,hjúkrunarfræðingurinn” kvaðst ætla að mæla hita barnsins og leyfa henni að hvíla sig eftir fæðinguna.

Kvaðst hún koma innan skamms með barnið, og þá með teppi og nýjan fatnað fyrir Shanöru. 

Shanara átti ekki eftir að sá dóttur sína aftur í 18 ár. ,,Hjúkrunarfræðingurinn” gekk einfaldlega út með barnið og hvarf. 

Þegar ljóst var að búið ar að ræna barninu kom Shanara, ásamt barnsföður sínu, Craig Aiken, fram í fjölmiðlum og grátbáðu þau um að dóttur þeirra yrði skilað. 

Líf í rúst

Gloria Williams hafði misst vinnu sína á hjúkrunarheimili þennan sama dag. Hún var í ofbeldissambandi og nýbúin að missa forræði yfir tveimur sonum sinum. Þar að auki hafði hún misst fóstur aðeins nokkrum dögum fyrir ránið.

Gloria var gríðarlega þunglynd og fannst hún hvergi eiga skjól. Og eftir að vera sagt upp vinnunni ók hún ekki til heimilis síns í Suður-Karólínu heldur lá leið hennar bara eitthvað – eitthvað í burtu frá öllum erfiðleikunum.

Hún ók í fjórar klukkustundir þar til hún var komin til Flórída. Hún stoppaði fyrir framan háskólasjúkrahúsið, fór inn, kvaðst vera aðstandandi móður og stóð lengi vel fyrir framan vöggustofuna og horfði á nýburana. 

Því næst rambaði hún á fataherbergi hjúkrunarfræðingaa, fór í einkennisbúning, gekk inn á næstu fæðingarstofu og rændi hinni 8 klukkustunda gömlu Kamiyah Mobley.

Gloria og börn hennar Vitni, þar á meðal Shanara, sögðu barnsræningjann vera konu á aldrinum 25 til 35 ára, með gleraugu, og hugsanlega hárkollu, klædda í búning hjúkrunarfræðings. Gloria var 33 ára gömul þegar hún rændi barninu

Gloria setti Kamiyah litlu í tösku og gekk rólega út að bíl sínum og ók heim til Suður-Karólínu. Hún hafði ekki sagt fjölskyldu sinni frá fósturmissinum og útskýrði að hún hefði snögglega fengið hríðir og fætt barnið í vinnunni. 

Nefndi hún dóttur ,,sína” Alexis Kelly.

Þúsundir ábendinga

Shanara var að sjálfsögðu viti sínu fjær þegar ljóst var að barn hennar var horfið. 

Lögregla hóf strax leit en engin mynd hafði verið tekin af hinu nýfædda barni, sem gerði leitina erfiðari en reynt var að gera tölvumynd eftir lýsingum. Næstu þrjú árin fékk lögregla yfir 3000 ábendingar, en engin þeirra leiddi eitt né neitt. 

Shanara Mobley átti í miklum erfiðleikum eftir ránið á barninu hennar. Hún fylltist miklu þunglyndi, hélst illa á vinnu og átti erfitt með að öll tilfinningasambönd. 

Aftur á móti fór líf Gloriu að blómstra. Hún yfirgaf hinn ofbeldisfulla sambýlismann sinn, fékk aftur forræði yfir sonum sínum, gifti sig og fékk góða vinnu. 

Mæðgurnar voru óaðskilanlegar. Þegar að Alexis/Kamiyah gekk á ,,móður” sína viðurkenndi Gloria allt og sagði ,,dóttur” sinni velkomið að hafa samband við yfirvöld. En Alexis/Kamiyah vildi ekki heyra á það minnst. Hún vildi engu breyta og kvaðst elska einu fjölskylduna sem hún hafði nokkurn tíma þekkt. Gloria hafði þar að auki reynst henni afbragðs góð móðir. 

,,Hún var mamman sem tók vel á móti öllum mínum vinum, hún var mamman með súkkulaðikökurnar, mamman sem útbjó ógleymanleg gistipartý þegar ég var krakki. Mamman sem alltaf var brosandi, alltaf jákvæð og alltaf að, allt til að gera líf okkar krakkana betra,” sagði Alexis/Kamiyah síðar í viðtali. 

Sárar tilfinningar

En sannleikurinn spurðist út á endanum og tók þá við mikil flækja. Lögregla mætti á heimilið með réttarúrskurð um DNA rannsókn sem tók af af allan vafa um að Alexis var í raun Kamayah. 

Shanara var viti sínu frá af hamingju að heyra að dóttir hennar væri fundin. Þótt hún hefði síðar eignast fleiri börn gleymdi hún aldrei frumburði sínum og hafði bakað köku á afmælisdegi hennar hvert einasta ár frá ráninu. Það var aldrei að vita….

Shanara trúði varla að dotir hennar væri fundi. En endurfundirnir voru engan vegin eins og Shanara hafði vonast til. Nokkrum mánðuðum síðar hitti Alexis/Kamiyah blóðforeldra sína sína í fyrsta skipti. Reyndar gekk fyrsta skiptið nokkuð vel, allir grétu og föðmuðust en hvað segir fólk við slíkar aðstæður? 

Shanara og Craig voru himinlifandi að hafa fengið dóttur sína til baka. En Alexis/Kamiyah var miður sín yfir að missa einu konuna í lífi sínu sem hún leit á sem móður, þar sem Gloria var í gæsluvarðhaldi. 

Og smám saman dýpkaði á sárindunum milli fjölskyldnanna tveggja. 

ÉG ER MÓÐIR ÞÍN!

Í febrúar 2018 játaði Gloria Williams á sig ránið. Alexis/Kamiyah var þá 19 ára og sat þögul meðan hún hlustaði á framburði lífsmóður sinnar og uppeldismóður. Báðar sögurnar tóku á hana. 

Shanara lýsti sársaukanum við að missa nýfætt barn sitt og öskraði hágrátandi á dómarann að Gloria ætti að fá dauðadóm. Hún snerir sér síða að Alexis/Kamiyah og hrópaði; ,,Þetta er enn svo sárt.  Ég er móðir þín Kamiyah, ÉG ER MÓÐIR ÞÍN!”

Gloria í réttarsal. Gloria bað alla sem að málinu komu afsökunar. ,,Ég veit að það sem ég gerði var ófyrirgefanlegt. Ég veit ekki hvað kom yfir mig, ég ætlaði aldrei að ræna barni. Og það kom svo oft fyrir að ég var næstum búin að skila henni aftur. En ég gat það ekki. Aftur á móti get ég engan vegin sett mig í ykkar spor,” og talaði þá til Shanöru og Craig. ,,Ég get ekki ímyndað mér sorgina sem þið hafið þurft að ganga í gegnum.”

Gloria Williams var dæmd í 18 ára fangelsi sem olli Alexis/Kamiyah miklum sársauka sem varð til þess að hún átti mjög erfitt með að bindast Shanöru og Craig tilfinningaböndum. Á tímabili voru samskipti mæðgnanna slík að þær blokkuðu númer hinnar. 

Shanara sagði að svo lengi sem Alexis/Kamiyah hringdi og heimsækti Gloriu í fangelsið yrði hún henni hennar eina sanna móðir. Og það væri óbærilega sárt. 

Alexis/Kamiyah ásamt sínum líffræðilegu foreldrum. Vill mömmu heim en betri samskipti

Alexis/Kamiyah hefur lýst því yfir að hún muni alltaf líta á Gloriu sem móður sína og berst fyrir lausn hennar. 

,,Hún ól mig upp, elskaði mig skilyrðislaust og gaf mér dásamlega barnæsku. En ég skil Shanöru,” sagði Alexis/Kamiyah í viðtali, en hún krefst þess að nota nafnið Alexis. ,,Ég vil fá mömmu mína heim.”

Gloria situr enn í fangelsi og Alexis/Kamiyah segir hana alltaf verða sína einu sönnu móður.

En samskipti hennar og Shanöru hafa batnað mikið. ,,Við rífumst oft en það er bara út af því að við erum of líkar í skapinu. Hún getur gert mig fokreiða en er samt svo fullkomin á margan hátt,” skrifaði Alexis/Kamiyah á Facebook síðu sína í fyrra um lífmóður sína.

Með bæði mynd og hjarta emoji.