Komst upp með fólsku­­lega tæk­lingu í Laugar­­dal | „Meiddur eftir þetta bull“ – Vísir

0
142

Komst upp með fólsku­­lega tæk­lingu í Laugar­­dal | „Meiddur eftir þetta bull“ Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2023 16:01

Ljóst er að betur fór en á horfðist þegar að Kári Kristjáns­­son, leik­­maður karla­liðs Þróttar Reykja­víkur í knatt­­spyrnu var tæklaður af leik­manni Leiknis Reykja­víkur í leik liðanna í 1.um­­­ferð Lengju­­deildarinnar um síðustu helgi.

Það er Bolli Már Bjarna­­son, stuðnings­­maður Þróttar Reykja­víkur sem vekur at­hygli á at­vikinu í færslu á sam­­fé­lags­­miðlinum Twitter í dag. Með færslunni mátti sjá upp­­töku af um­­ræddri tæk­lingu.

„Dómarinn dæmdi ekki á þetta! Gjör­­sam­­lega ó­­þolandi að menn komist upp með svona tæk­lingu, 1-3 yfir og 90+ á klukkunni. Línu­vörðurinn alveg við þetta en gerir ekkert,“ skrifar Bolli meðal annars í færslunni á Twitter.

Dómarinn dæmdi ekki á þetta!
Gjörsamlega óþolandi að menn komist upp með svona tæklingu, 1-3 yfir og 90+ á klukkunni. Línuvörðurinn alveg við þetta en gerir ekkert. @footballiceland þurfa ykkar menn ekki VAR í hvelli? Leikmaður Þróttar er meiddur eftir þetta bull. pic.twitter.com/pT0bvcNf9Z

— Bolli (@BolliMar) May 10, 2023 Bolli beinir spjótum sínum síðan að Knatt­­spyrnu­­sam­bandi Ís­lands og spyr hvort dómarar sem dæmi á vegum sam­bandsins þurfi ekki VAR í hvelli.

„Leik­­maður Þróttar er meiddur eftir þetta bull.“Kári, sem komið inn á sem vara­­maður að­eins nokkrum mínútum áður en hann lenti í tæk­lingunni, birtir sjálfur mynd af stokk­bólgnum hægri fæti sínum eftir leik.

Sam­kvæmt heimildum Vísis eru meiðsli Kristjáns vegna tæklingarinnar ekki eins slæm og talið var í fyrstu. Þróttur heim­sækir Fjölni í Egils­höllina í 2.um­ferð Lengju­deildarinnar á morgun.