2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Komu manni til bjargar í grennd við Bláfjöll

Skyldulesning

Björgunarsveitarmenn komu karlmanni á Bláfjallasvæðinu til bjargar nú á sjötta tímanum. Maðurinn hafði hringt í neyðarlínuna skömmu fyrir klukkan fjögur og óskað eftir aðstoð þar sem hann var villtur í þykkri þoku.

Nokkrir tugir björgunarsveitarmanna af höfuðborgarsvæðinu höfðu verið ræstir út áður en björgunarsveitarmenn, sem þegar voru á svæðinu, fundu manninn.

„Honum hafði tekist að gefa grófar vísbendingar um staðsetninguna sína [í samtali við Neyðarlínuna] og út frá þeim upplýsingum tókst að hafa upp á honum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Maðurinn er nokkuð kaldur og hrakinn en að öðru leyti vel á sig kominn.

Fréttin hefur verið uppfærð

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir