kona-a-sextugsaldri-sakfelld-fyrir-skrautleg-afbrot-–-dro-til-tidinda-fyrir-utan-kfc-i-hafnarfirdi

Kona á sextugsaldri sakfelld fyrir skrautleg afbrot – Dró til tíðinda fyrir utan KFC í Hafnarfirði

Kona á sextugsaldri í var í gær sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness fyrir þrjú umferðarlagabrot og tvo búðarþjófnaði.

Í einu tilvikanna keyrði hún á kyrrstæðan bíl fyrir utan Kentucky Fried Chicken í Hafnarfirði. Sá sem átti kyrrstæða bílinn tilkynnti málið til lögreglu sem kom á vettvang. Konan gekkst þar við því að hafa keyrt á bílinn en grunur vaknaði um að hún væri undir áhrifum lyfja því hún var þvoglumælt og sljó. Var hún því handtekin og færð á lögreglustöð og hjúkrunarfræðingur tók úr henni blóðsýni. Greindust í blóði hennar lyf sem hún tekur samkvæmt læknisráði en voru í allt of mikil magni til að hún væri fær um að stjórna bíl.

Í tveimur öðrum tilvikum var konan handtekin undir áhrifum lyfja sem hún sagðist taka samkvæmt læknisráði. Í öðru tilvikanna hafði hún keyrt á kyrrstæðan bíl á bílastæði í Reykjanesbæ.

Þá var konan ákærð fyrir að hafa stolið úr verslun Nettó í Þönglabakka í Reykjavíku vörum að verðmæti 50.000 krónur. Er hún sögð hafa skilið eftir körfu fulla af drasli hjá afgreiðslukassa og sagðist þurfa að fara út í bíl til að sækja peninga. Hún var hins vegar með mikið af vörum innanklæða en það uppgötvaðist er starfsmaður stöðvaði ferð hennar út úr versluninni því honum fannst háttalag hennar sérkennilegt.

Ennfremur var konan ákærð fyrir þjófnað úr ELKO Granda. Stakk hún inn á sig ljósmyndunarvörum fyrir um 35 þúsund krónur. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist konan vera skítblönk og hafa látið freistast að taka ófrjálsri hendi Polaroid myndavél, klúta til að þrífa skjái og þrjá Popsockets. Bar hún því við að dóttir hennar ætti afmæli bráðum.

Konan var sakfelld fyrir alla ákæruliðina og dæmd í 45 daga fangelsi. Hún þarf að greiða 450 þúsund króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna, annas bætast 26 dagar við fangelsisvistina. Hún var svipt ökurétti í fjögur og hálft ár. Ennfremur þarf hún að greiða tæplega eina og hálfa milljón í málskostnað.

Dóminn má lesa hér


Posted

in

,

by

Tags: