4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Kona neitaði að heiðra minningu Maradona: „Nauðgari og barnaperri“

Skyldulesning

Paula Dapena knattspyrnukona hjá Viajes Interrias FF á Spáni neitaði að taka þátt í því að heiðra minningu Diego Maradona um helgina. Knattspyrnuheimurinn hefur syrgt einn sinn dáðasta son síðustu daga.

Mínútu þögn var fyrir alla knattspyrnuleiki um helgina og slíkt var líka í næst efstu deild kvenna á Spáni. Viajes Interrias FF og Deportivo Abanca mættust um helgina þar sem Dapena settist á völlinn þegar aðrir voru að minnast Maradona.

„Um leið og ég komst að þessu þá neitaði ég að taka þátt,“ sagði Dapena um málið við AS á Spáni.

Her name is Paula Dapena, she plays for Viajes Interrías Female Football Club in Galicia, northwestern Spain.

She refused to keep a minute of silence for Maradona as a protest because he was an abuser against women.

Stand up for your values is easier said than done.


Well done. pic.twitter.com/K4DP6KCDYA

— Jordi Arrufat (@Jordiarrufat) November 29, 2020

Hún heldur því fram að Maradona hafi verið ofbeldismaður, hafi misnotað börn og nauðgað konum. „Ég neitaði að heiðra minningu nauðgara, barnaperra og ofbeldismanns,“ sagði Dapena um málið.

Málið hefur vakið mikla athygli en Maradona lifði skrautlegu lífi utan fótboltans. Hann var hins vegar aldrei dæmdur fyrir nein kynferðisbrot gegn konum eða börnum. Hann var í nokkur skipti sakaður um ofbeldi gegn konum og birtust myndbönd af slíku.

Leikurinn fór illa fyrir Dapena og liðsfélaga hennar sem töpuðu 10-0 gegn Deportivo.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir