4.3 C
Grindavik
22. september, 2021

Konan sem sagði frá framhjáhaldinu í beinni opnar sig – Svona hafa þau það í dag

Skyldulesning

Kona hringdi í Reykjavík síðdegis þann 12. desember árið 2007 til að tjá sig um málefni öryrkja og endaði með að upplýsa hlustendur um bólfarir mannsins síns með geðhjúkrunarfræðingi á Landspítalanum. Fréttablaðið hefur nú greint frá nýjum vendingum í máli konunnar.

Símtalið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma. Upptaka gekk mannanna á milli og var til umræðu á kaffistofum landsins. Símtalið virðist vera að vekja lukku meðal landsmanna á ný og hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum undanfarið.

Lesa meira: Konan sem uppljóstraði um framhjáhald í Reykjavík Síðdegis fræg á ný – „Klárlega í topp 5“

„Svo ætla ég að skila kveðju til geðhjúkrunarfræðings á Landspítalanum sem er farin að ríða karlinum mínum og búin að eyðileggja allt fyrir mér. Eyðileggja líf mitt,“ sagði konan í símtalinu.

Byrjuð aftur saman

Nú er konan þó byrjuð aftur með manninum sínum en þau hafa unnið í sínum málum. Þetta kom fram í viðtali Fréttablaðsins við konuna sem vildi ekki koma fram undir nafni. Þá vildi konan ekki tjá sig mikið um málið þar sem hún hefur ekki góða reynslu af því að tjá sig um sín mál.

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem konan tjáir sig um málið undir nafnleynd en hún gerði það nokkrum dögum eftir símtalið í viðtali við Vísi. Þar sagði hún að geðhjúkrunarfræðingurinn væri „alveg hrikalega geðvond“ og að maðurinn hennar byggi hjá henni en svæfi hjá sér. „Hún er að reyna að hafa eitt­hvað upp úr honum og þykist vita hvað hann er að hugsa, hann fær ekki einu sinni að hugsa sjálf­stætt,“ sagði konan í samtalinu við Vísi fyrir 13 árum síðan.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir