7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Konráð til starfa hjá Maritech

Skyldulesning

Konráð Olavsson er nýr sölu- og markaðsstjóri Maritech á Íslandi.

Ljósmynd/Aðsend

Konráð Olavsson hefur verið ráðinn sölu- og þjónustustjóri Maritech á Íslandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Norska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech, sem festi kaup á helmingshlut í Sea Data Center árið 2019, hefur þjónustað sjávarútveginn í um 40 ár og veitt gögn um afla allt frá veiðum til neytenda.

„Með fleiri en 200 leiki fyrir landslið Íslands í handbolta og víðtæka reynslu af sjávarútvegi, fjármálum, nýsköpun og markaðssetningu erum við viss um að við höfum fundið rétta manninn til að rækta Maritech á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.

„Íslenskur sjávarútvegur er framúrstefnulegur og í fararbroddi þegar kemur að því að taka í notkun nýja tækni. Þetta hentar Maritech mjög vel. Við erum leiðandi í iðnaði þegar kemur að hugbúnaðargerð og einn helsti kostur okkar er að við höfum lausnir fyrir alla virðiskeðjuna, ekki bara hluta hennar,“ segir Konráð sem mun hafa aðsetur í húsnæði Íslenska sjávarklasans.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir