7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Körfuboltaparið selur íbúðina á elleftu hæð í Garðabæ

Skyldulesning

Fjölmiðla- og körfuboltaparið Kjartan Atli Kjartansson og Pálína María Gunnlaugsdóttir selja heimili sitt í Garðabæ. Smartland greinir frá.

Pálína er fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og spilaði lengi í úrvalsdeild. Kjartan Atli er sjónvarpsmaður á Stöð 2 og stýrir meðal annars körfuboltaþættinum Domino‘s körfuboltakvöld, stundum með Pálínu sér við hlið.

Á elleftu hæð

Um er að ræða 113 fermetra íbúð á elleftu hæð í Hrísmóum í hjarta Garðabæjar. Eignin er auglýst á fasteignavef Mbl.

Það eru aðeins tvær íbúðir á hæðinni og er útsýnið einstakt. Íbúðin var endurnýjuð að miklu leyti í ár og fylgir sérgeymsla á jarðhæð.

Sjáðu myndir af íbúðinni hér að neðan.

Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is

Þú getur skoðað fleiri myndir hér.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir