7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Kosningabaráttan: Skattahækkanir eða niðurskurður á sóun?

Skyldulesning

Fimmtudagur, 26. nóvember 2020

Fari svo að bóluefni verði komin í mikinn hluta mannkyns með vorinu er ekki óhugsandi að það muni gjörbreyta kosningabaráttunni á næsta ári. Að í stað þess, að hún mótist af afleiðingum veirunnar svo sem atvinnuleysi og tengdum málum, muni áherzlur í kosningabaráttunni snúast meira um annað aðkallandi vandamál: 

Hvernig á að borga kostnaðinn af veirunni?

Að einhverju leyti mun hagvöxtur á ný sjá um það en ekki er ósennilegt að spurningar vakni um skattahækkanir eða niðurskurð á sóun í opinbera kerfinu.

Ganga má út frá því sem vísu að einhverjir telji að grípa eigi til skattahækkana á þá, sem meira mega sín sbr. „stóreignaskattinn“, sem lagður var á eftir stríð en að aðrir muni einbeita sér að niðurskurði í opinbera kerfinu og þá fyrst og fremst niðurskurð á því, sem kalla má sóun.

Eitt af því, sem veiran mun skilja eftir sig er stóraukin notkun á fjarfundabúnaði. Í því felst að ferðalög bæði innanlands og utan, ýmist í opinberum erindum eða viðskiptaerindum geta að verulegu leyti lagst af

Starfsmenn ríkis og sveitarfélaga, sem farið hafa á milli staða hér, geta hætt því og stundað þau samskipti með fjarfundabúnaði og afgreitt mál með rafrænum hætti.

Það sama geta þeir gert að langmestu leyti í samskiptum við erlenda aðila. Sá mikli kostnaður, sem fylgt hefur ferðalögum þessara aðila getur því sparast. Þetta eru verulegar fjárhæðir.

Bæði ríki og sveitarfélög eiga að marka strax þá stefnu að leggja ferðalögin að mestu leyti af svo að gamlir siðir verði ekki teknir upp að nýju.

Það mun gerast af sjálfu sér í einkafyrirtækjum, þar sem engin fyrirstaða verður gegn slíkum breytingum.

Það verður spennandi að fylgjast með afstöðu flokka og frambjóðenda til þessara álitamála.   

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir