3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Kostuleg saga af pirraðri eiginkonu sem fór á Twitter – Fór strax að gruna eitthvað misjafnt

Skyldulesning

Andros Townsend kantmaður Crystal Palace hefur sagt kostulega sögu, eiginkona hans hélt að hann hefði mætt of seint til vinnu og fengið væna sekt.

Kantmaðurinn knái var í herbúðum Tottenham árið 2015 þegar atvikið kom upp, eiginkona hans fór þá á Twitter og leitaði eftir nafni hans. Þar kom fram að Townsend hefði fengið sekt fyrir að mæta of seint til æfingu.

„Ég fæ skilaboð frá henni einn daginn og það er með skjáskoti af Twitter,“ segir Townsend um málið sem er kostulegt.

„Hún var að leita að nafni mínu á Twitter og frétt um sekt kom upp. Hún verður pirruð, hann var ekki á æfingu og ekki heima hjá sér, var hennar hugsun. Þetta var flókin staða.“

Þegar Towsnend skoðaði málið betur kom þetta í ljós. „Þetta var skjáskot frá Football Manager tölvuleiknum, það setti það einhver á Twitter til að hafa gaman. Hún hélt að þetta væri alvöru.“

😳 “My missus searched my name on Twitter & a fine came up.”

🤬 “The fine was for reporting late for training! Her mind was going off!”

🤦‍♂️ “It turned out it was from someone playing @FootballManager!”@Andros_Townsend reveals how he got in trouble over a fake fine! 😂 pic.twitter.com/CdHvEaDiVu

— talkSPORT (@talkSPORT) March 17, 2021

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir