1 C
Grindavik
17. janúar, 2021

KPMG gerir fjárhagsgreiningu á stöðu ferðaþjónustunnar í árslok 2019

Skyldulesning

Það kemur fram í greiningu KPMG að ferðaþjónustan er búin að vera að takast á við sveiflur í gjaldmiðli, sem og önnur áföll á sama tíma og ferðaþjónustuiðnaðurinn hefur farið stækkandi sem atvinnugrein á Íslandi. Íslendingar eru mjög háðir þessari ört vaxandi atvinnugrein, mun meira en menn gerðu sér grein fyrir, ef að horft er til nágrannaríkjanna. Við erum svo fámenn þjóð, að ein og sér getum við illa haldið upp samkeppnishæfri verslun við aðrar þjóðir. Í því ljósi er ferðaþjónustuiðnaðurinn okkur mjög mikilvægur og stór þáttur í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar. 

Það er ánægjulegt að nú á haustdögum virðist vera sem svo að við sem rekum ferðaþjónustufyrirtæki, séum loksins heyrð á hinu háa Alþingi og er það vel. Við erum að verða örlítið bjartsýnni, þar sem að samtal er loksins farið að eiga sér stað, sem og hönnun aðgerða til stuðnings greininni, sem að er þó ekki að fullu lokið.

Eins vekur koma bóluefnis vissulega von um betri tíð og bata í heiminum öllum, von um að geta flogið um háloftin og upplifað kultúr mismunandi landa og heimssvæða. 


Innlendar Fréttir