5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

„Krakkar ég þarf hleðslutækið mitt núna!“

Skyldulesning

Lífið

Margrét sést hér neðst til vinstri.
Margrét sést hér neðst til vinstri.

Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað á 600. fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær.

Fundurinn var í beinni útsendingu á YouTube og sátu hann Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Díana Hilmarsdóttir, Margrét Sanders, Regína Fanný Guðmundsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Friðjón Einarsson.

Margrét Þórarinsdóttir er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ og ræddi hún um forsendur fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar en þegar hún hóf mál sitt kom í ljós að hún var að verða batteríslaus. Hún sagði að nauðsynlegt væri að uppfæra fjárhagsáætlunina miðað við réttar forsendur þar sem heimsfaraldurinn hefði vissulega haft áhrif á efnahag Suðurnesjanna.

Þegar Margrét hafði lokið máli sínu slökkti hún á myndavélinni á samskiptaforritinu Zoom og hefði betur mátt slökkva einnig á hljóðnemanum. 

Allt í einu heyrist í Margréti öskra til barna sinn: „Krakkar ég þarf hleðslutækið mitt núna.“

Við það skelltu fulltrúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar upp úr og úr varð mjög fyndið atvik sem Grétar benti skemmtilega á á Twitter.

Alltaf sami hasarinn í bæjarstjórnarpólitíkinni í Reykjanesbæ. pic.twitter.com/URvUzDSkEP

— Grétar Þór (@gretarsigurds) December 1, 2020

Hér að neðan má sjá atvikið í fínum gæðum en það byrjar þegar 2:25:10 er liðið af myndbandinu. 


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir