Fjölskyldubingó mbl.is verður haldið í fimmta sinn í kvöld klukkan 19:00. Þar færa þau Siggi Gunnars og Eva Ruza fjölskyldum landsins bingótölurnar beint heim í stofu.
Tónlistarmaðurinn Kristinn Arnar Sigurðsson, betur þekktur undir listamannsnafninu Krassasig, mætir í stúdíóið og flytur tónlist fyrir þátttakendur og er mikið magn vinninga í boði.
Siggi Gunnars verður að sjálfsögðu í eðalformi og nú þegar er hægt að nálgast bingóspjöld með því að smella hér.
Allar upplýsingar um þátttöku og útsendingu má finna með því að smella hér. Allar fyrirspurnir vegna bingósins er hægt að senda á bingo@mbl.is.