8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Krefjast þess að Landhelgisgæslan fái fjármagn

Skyldulesning

Samtök sjómanna krefjast þess að Landhelgisgæslunni verði tryggt nægilegt fé svo hægt verði að koma varðskipinu Tý í rekstur á ný.

Ljósmynd/Þröstur Njálsson

„Samtök sjómanna harma ef Vs Týr kemst ekki aftur í drift,“ segir í sameiginlegri ályktun Félags skipstjórnarmanna, Sjómannafélags Íslands, Sjómannasambands Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur og Félags vélstjóra og málmtæknimanna sem send hefur verið fjölmiðlum.

Tilefnið eru fregnir af því að ekki sé öruggt að varðskipið Týr komist aftur í rekstur Landhelgisgæslunnar í kjölfar alvarlegrar bilunar.

„Varðskip Landhelgisgæslunnar eru tvímælalaust mjög mikilvægur hluti almannavarnakerfis okkar Íslendinga eins og sannast hefur á undanförnum misserum,“ segir í ályktuninni og benda samtökin á að „nú ganga yfir landið náttúruhamfarir sem ekki er vitað hvernig enda. Við Íslendingar verðum því að treysta því að allar bjargir séu í lagi og það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja að svo sé.“

Þá krefjast samtökin að „stjórnvöld tryggi Landhelgisgæslunni það fjármagn sem þarf, til að koma Vs Tý í gagnið sem allra fyrst.“

Innlendar Fréttir