6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Krefst rannsóknar á láti Maradona

Skyldulesning

Fótbolti

Diego Maradona leiddi Argentínu til heimsmeistaratitilsins árið 1986.
Diego Maradona leiddi Argentínu til heimsmeistaratitilsins árið 1986.
Getty/ Jean-Yves Ruszniewski

Matias Morla, lögmaður og vinur Diegos Maradona, lýsir þeirri heilbrigðisþjónustu sem Maradona naut sem glæpsamlegri vitleysu og krefst þess að lát hans verði rannsakað.

Argentínska knattspyrnugoðið Maradona lést í gær á heimili sínu í Buenos Aires, sextugur að aldri, vegna hjartaáfalls. Hans er nú minnst um allan heim og í Argentínu hefur forsetinn Alberto Fernández lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg.

Maradona fékk blóðtappa í heila fyrr í þessum mánuði og var að jafna sig eftir vel heppnaða aðgerð þegar hann lést. Morla harmar að ekki hafi verið betur fylgst með líðan hans:

„Það er óafsakanlegt að í 12 klukkustundir skuli vinur minn ekki hafa fengið athygli eða umönnun heilbrigðisstarfsfólks,“ sagði Morla.

„Sjúkrabíllinn var hálftíma að koma á staðinn, þetta var glæpsamleg vitleysa,“ sagði Morla og bætti við að ekki væri hægt að líta framhjá þessum staðreyndum. Málið yrði að rannsaka til hlítar.


Tengdar fréttir


Diego Maradona spilaði aldrei í ensku deildinni en hann náði þó einu sinni að spila fyrir enskt félag á níunda áratugnum.


Fótboltasnillingarnir Diego Maradona og George Best létust á sama degi, 25. nóvember.


Arnór Guðjohnsen segir að Diego Maradona hafi viljað fá Eið Smára Guðjohsen til að leika undir sinni stjórn.


Diegos Maradona var minnst á götum Napólí og Búenos Aíres í gær. Hann var í guðatölu á báðum stöðum.


Diego Maradona er áberandi á forsíðum dagblaða um víða veröld.


Lionel Messi hefur tjáð sig um andlát samlanda síns Diego Armando Maradona.


Diego Armando Maradona lést í dag sextugur að aldri. Samkvæmt fréttamiðlum í heimalandi hans Argentínu fékk hann hjartaáfall og lést í kjölfarið. Hafði hann mikil áhrif á íslenska íþróttamenn eins og sjá má í fréttinni.


Stjórnvöld í Argentínu hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir fráfall knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona.


Diego Armando Maradona lést í dag sextugur að aldri. Samkvæmt fréttamiðlum í heimalandi hans Argentínu fékk hann hjartaáfall og lést í kjölfarið.


Argentínski knattspyrnukappinn Diego Armando Maradona er látinn sextugur að aldri. Maradona lést af völdum hjartaáfalls. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir