-3 C
Grindavik
22. janúar, 2021

Kristian Nökkvi spilaði sinn fyrsta leik fyrir Jong Ajax

Skyldulesning

Hinn 16 ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson, spilaði sínar fyrstu mínútur með Jong Ajax, varaliði hollenska liðsins Ajax, er hann kom inn á undir lok leiks í 1-1 jafntefli við Eindhoven FC í kvöld.

Jong Ajax, spilar í hollensku B-deildinni en Kristian gekk til liðs við Ajax á síðasta ári frá Breiðablik.

Kristian er miðjumaður, hann hefur leikið 10 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og verður fróðlegt að sjá þennan leikmann í framtíðinni.

Jong Ajax, situr í 12. sæti hollensku B-deildarinnar með 21 stig eftir 15 leiki.

Debut for Kristian Hlynsson (@KristianNokkvi) for Jong @AFCAjax. Impressive & only 16 years old 🇮🇸⭐️👌 pic.twitter.com/jIQI0pvo96

— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) December 7, 2020

Innlendar Fréttir