5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Kristján Þór nýr framkvæmdastjóri Landsbjargar

Skyldulesning

Kristján Þór Harðarson.

Kristján Þór Harðarson.

Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Kristján Þór Harðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá og með 1. apríl næstkomandi. 

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að Kristján hafi víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Hann sat í framkvæmdastjórn Valitor á árunum 2008 til ársins 2019, fyrst sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar og síðar alþjóðasviðs félagsins eða þar til hann tók við sem framkvæmdastjóri Valitor á Íslandi árið 2017. Kristján sat einnig í framkvæmdastjórn Spron á árunum 2001 til ársins 2008.

Hann hefur einnig víðtæka reynslu innan íþróttahreyfingarinnar þar sem hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í gegnum árin.

Kristján er með B.Sc.-gráðu í markaðsfræðum frá University of Alabama og meistaragráðu í alþjóðamarkaðsfræðum frá sama skóla. Kristján er kvæntur Geirlaugu B. Geirlaugsdóttur kennara og eiga þau fimm börn.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir