4 C
Grindavik
3. mars, 2021

Kveðjubréf Lagerback: „Munið hvers vegna þið vinnið fótboltaleiki“

Skyldulesning

„Það er alltaf leiðinlegt að hætta með lið sem þú hefur starfað með í nokkur ár,“ segir Lars Lagerback um brotthvarf sitt frá norska landsliðinu.

Staðfest var í dag að Lagerback hefði látið af störfum. Fjölmiðlar í Svíþjóð segja að Lagerback hafi hreinlega verið rekinn úr starfi enda var samningur hans ekki á enda.

Stale Solbakken tekur við starfi hans. „Við fengum frábæran stuðning sem hjálpaði okkur, þeir voru hliðhollir okkar plönum innan vallar.“

Lagerback átti ágætis samband við flesta leikmenn en lenti í stríði við suma. „Leikmannahópurinn fyrir utan nokkrar undantekningar var frábær, flestir þeirra lögðu mikla vinnu á sig.“

Lagerback stýrði Íslandi ásamt Heimi Hallgrímssyni frá 2012 til ársins 2016. Hann náði frábærum árangri með Ísland. Starfið hjá Íslandi er laust um þessar mundir og hafa margir verið orðaðir við starfið, óvíst er hvort KSÍ muni hafa samband við Lagerback og bjóða honum starfið

Lagerback endaði yfirlýsingu sína svo á þessum orðum. „Að lokum, munið hvers vegna þið vinnið fótboltaleiki.“

Innlendar Fréttir