2 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Kveðjuleikur Hamren í mekka fótboltans í kvöld

Skyldulesning

England og Ísland mætast í lokaumferð Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Leikurinn fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum, hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Íslenska liðið er sem kunnugt er þegar fallið í B-deild Þjóðadeildarinnar og enska liðið á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Belgar og Danir mætast á sama tíma og er það úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins.

Ísland og England hafa mæst fjórum sinnum áður í A landsliðum karla. Ísland hefur unnið einn sigur, England tvo, og einu sinni gerðu liðin jafntefli.

Eini sigurleikur Íslands kom á EM í Frakklandi árið 20216 eins og frægt var. Getur Ísland endurtekið leikinn í kvöld?

Innlendar Fréttir