Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eld í húsnæði við Grettisgötu í nótt. Tilkynnt var um svartan reyk og sjáanlegan eld.
Við komu var búið að kveikja í dýnu í undirgöngum á milli húsa í götunni sem skapaði svo mikinn reyk að það leit illa út í fyrstu en reyndist síðan mun minna í umfangi, að því er kemur fram á facebooksíðu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
Slökkviliðið fór annars í 115 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn og fjögur útköll á dælubíla.