0 C
Grindavik
25. nóvember, 2020

Kvikmyndastjörnur kaupa knattspyrnufélag

Skyldulesning

Íþróttir
|
Enski boltinn

| mbl
| 16.11.2020
| 16:49

Ryan Reynolds er að kaupa knattspyrnufélag.

Ryan Reynolds er að kaupa knattspyrnufélag.

AFP

Amerísku kvikmyndastjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney eru að festa kaup á velska knattspyrnufélaginu Wrexham sem spilar í utandeildinni á Englandi.

Félagið hefur verið í eigu stuðningsmanna síðan 2011 en þeir Reynolds og McElhenney segjast vilja breyta félaginu í „stórveldi“ sem og að þeir vildu „koma til Wrexham og drekka bjór með stuðningsmönnunum.“ Afgerandi meirihluti hluthafa samþykkti kaupin á hluthafafundi og bíða þeir félagar nú aðeins eftir því að enska knattspyrnusambandið heimili kaupin.

Samkvæmt Sky Sports munu þeir félagar fjárfesta um tveimur milljónum punda í félagið sem spilaði síðast í ensku deildarkeppninni árið 2008. Eigendur félagsins kusu 

Innlendar Fréttir