5.3 C
Grindavik
27. september, 2022

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skyldulesning

Við förum yfir stöðuna í Ukraínu í kvöldfréttatíma okkar á samtengdum rásum stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö. Pútín Rússlandsforseti skorar nú á úkraínska herinn að steypa stjórnvöldum í landinu. Forseti Úkraínu beri ábyrgð á þjóðarmorði á Rússum í Donbas. Eignir Pútíns hafa verið frystar í Evrópu.

Dómsmálaráðherra segir að erfitt verði að taka á móti flóttamönnum frá Úkraínu vegna neyðarástands hjá Útlendingastofnun. Þannig teppi núverandi flóttamenn hér á landi fyrir þeim sem flýja frá Úkraínu.

Fólk hefur hópast niður í neðanjarðarlestarstöðvar í Kænugarði frá því loftvarnaflautur fóru að hljóma í gær. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari er staddur í Kænugarði þar sem hann hefur búið í nokkur ár. Við fylgjum honum eftir í fréttatímanum þar sem hann bregst við loftvarnaflautum í borginni í morgun.

Á sama tíma og öllum samkomutakmörkunum var aflétt í dag var Landspítalinn færður á neyðarstig vegna alvarlegrar stöðu þar. Við verðum í beinni útsendingu frá spítalanum á eftir en förum líka á skemmtistað sem er í fyrsta skipti með eðlilegan opnunartíma.

Hús voru rýmd á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og rafmagnslaust varð á hluta landsins í óveðri sem gekk yfir landið í dag. Við hittum líka ferðamenn sem voru ánægðir með veðurofsann í dag. Þá sýnum við frá miklu tjón sem varð í Hafnarfirði þegar heilt þak fauk af í veðrinu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir