1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Skyldulesning

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét rasísk ummæli falla um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í gleðskap á Búnaðarþingi og baðst afsökunar á þeim í dag. Aðstoðarmaður ráðherra þrætti fyrir orð Sigurðar um helgina. Við ræðum við þingmenn sem hafa ýmislegt við atburðarásina um helgina að athuga.

Evrópuþjóðir ætla að ganga enn lengra í viðskiptaþvingunum gegn Rússum eftir að morð þeirra á óbreyttum borgurum í Úkraínu komu í ljós. Pólverjar vilja ganga lengst. Bandaríkjaforseti kallaði Pútín stríðsglæpamann og hét því að hann yrði sóttur til saka.

Við skoðum dýrmætar gersemar í eigu þjóðarinnar á Þjóðskjalasafninu sem fagnar 140 ára afmæli í dag. Þá skoðum við stærsta herskip sem komið hefur til landsins og rýnum í enn einn angan af deilunni um Reykjavíkurflugvöll.

Þá heyrum við hver fékk ástarkveðju frá Dísellu Lárusdóttur, Grammy-verðlaunahafa, á hátíðinni í Las Vegas í nótt. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir