2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skyldulesning

Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrjú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið.

Fjallað verður ítarlega um stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Þá stilltu úkraínskar konur sem búa hér á landi upp blóðugum dúkkum við rússneska sendiráðið og vilja að sendiherra Rússlands verði vísað úr landi. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert.

Einnig verður áfram fjallað um útboðin á Íslandsbanka, en einn höfunda rannsóknarskýrslu Alþingis segir þau svo misheppnuð að fjármálaráðherra eigi að stíga til hliðar.

Við tökum einnig stöðuna á húsnæðismarkaði, þar sem skortur ríkir og spenna er mikil og lítum við á Eggertsgötu og heimsækjum sex hunda og tvo ketti.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir