1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skyldulesning

Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkisstjórn. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Það gustar um ríkisstjórnina þessa dagana en innviðaráðherra hefur verið kærður til forsætisnefndar Alþingis vegna meintra brota á siðareglum þingsins með ummælum sem hann lét falla á Búnaðarþingi. Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi með nefndarmanni forsætisnefndar.

Þá fylgjumst við með heræfingu sem fór fram í Hvalfirðinum í dag, förum yfir stöðuna í Úkraínu og skoðum nýjan burstabæ á Selfossi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir