2 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Kvosin göngugötusvæði til frambúðar

Skyldulesning

Austurvöllur er hluti af kjarna Kvosarinnar og svæðisins sem ný …

Austurvöllur er hluti af kjarna Kvosarinnar og svæðisins sem ný framtíðarsýn Reykjurborgar fjallar um.

Árni Sæberg

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti framtíðarsýn fyrir umferðarskipulag Kvosarinnar á fundi sínum í vikunni. Þar er gert ráð fyrir að kjarni Kvosarinnar verði göngugötusvæði til frambúðar. Í áföngum verður einstaka götum breytt í vistgötur og síðar göngugötur. Utan með svæðinu verða hefðbundnar umferðargötur.

Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar þar sem sagt er frá því að skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti framtíðarsýn fyrir umferðarskipulag Kvosarinnar á fundi sínum í vikunni.

Hér er hægt að lesa tilkynningu Reykjavíkurborgar ásamt því að skoða kort með tillögum.

Þar segir einnig að markmið breytinganna er að stuðla að bættu aðgengi og öryggi gangandi vegfarenda, hreyfihamlaða og þjónustuaðila ásamt því að auðga mannlíf og vöxt miðborgarinnar.  

Fleiri stæði fyrir hreyfihamlaða

Stæðum fyrir hreyfihamlaða mun fjölga í Kvosinni frá því sem nú er samkvæmt skýringarmynd á vef Reykjavíkurborgar.

Í fyrsta áfanga innleiðingar er gert ráð fyrir að götur sem síðar verða göngugötur verði vistgötur.

„Samhliða [fyrsta áfanga innleiðingar] verður almennum bílastæðum í þeim götum fækkað verulega en stæðum fyrir hreyfihamlaða og til vöruafgreiðslu fjölgað,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.

Í uppfærðri tillögu að umferðarskipulag Kvosarinnar er gert ráð fyrir að Kirkjustræti við Alþingishús og Dómkirkju verði göngugata til samræmi við ósk Alþingis.

Innlendar Fréttir