5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Kýldi konu og stakk af en kom aftur

Skyldulesning

mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilkynnt var til lögreglu líkamsárás í miðborginni (hverfi 101) síðdegis í gær þar var maður  sagður hafa kýlt konu í andlitið og farið síðan af vettvangi. Stuttu síðar hafði konan samband við lögreglu og sagði að maðurinn væri kominn aftur framan við hús hennar. Lögreglan handtók hann skömmu síðar og er hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Eldur kom upp í bifreið skömmu eftir miðnætti í Breiðholtinu (hverfi 109) en eigandi hennar hafði verið að gera við bifreiðina er eldur kviknaði í vélarrými. Eigandinn var búinn að slökkva með handslökkvitæki er lögregla kom á vettvang að því er segir í dagbók lögreglu. 

Þar kemur einnig fram að ölvuð eldri kona hafi reynt að yfirgefa verslunina með kerru fulla af vörum sem hún hafði ekki greitt fyrir í Árbænum í gærkvöldi. Tekin var skýrsla af konunni á vettvangi af lögreglu. 

För tveggja ökumanna undir áhrifum fíkniefna var stöðvuð síðdegis og í gærkvöldi á höfuðborgarsvæðinu og eins för ökumanns sem var á bifreið þrátt fyrir að vera ekki með ökuréttindi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir