Kynjahlutföllin í framkvæmdastjórn ÍSÍ taka miklum breytingum – Vísir

0
95

Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 10:00

Kosningar til sjö með­stjórn­enda í fram­kvæmda­stjórn Í­þrótta- og Ólympíu­sam­bands Ís­lands fóru fram á í­þrótta­þingi sam­bandsins um helgina. Fimm konur og tveir karlar fengu brautar­gengi í kosningunni og voru kynja­hlut­föll í fram­kvæmda­stjórninni því jöfnuð.

Fyrir sátu sex karlar og tvær konur í fram­kvæmda­stjórn ÍSÍ en í kosningu gær­dagsins, sem gildir til næstu fjögurra ára, hlutu fimm konur og tveir karlar brautar­gengi.

Það eru þau Daníel Jakobs­son, Elsa Niel­sen, Haf­steinn Páls­son, Hjör­dís Guð­munds­dóttir, Kol­brún Hrund Sigur­geirs­dóttir, Olga Bjarna­dóttir og Ragn­heiður Rík­harðs­dóttir.

Einnig buðu sig fram Hannes S. Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Körfu­knatt­leiks­sam­bands Ís­lands og Hörður Odd­fríðar­son, fyrr­verandi for­maður Sund­sam­bandsins og nú ritari þess, en þeir fengu ekki kosningu.

Fram­kvæmda­stjórn ÍSÍ er því nú skipuð átta körlum og sjö konum en fyrir sátu í fram­kvæmda­stjórn þau Lárus L. Blöndan for­seti ÍSÍ, Þór­ey Edda Elís­dóttir, Garðar Svans­son, Hildur Karen Aðal­steins­dóttir, Hörður Þor­steins­son, Úlfur Helgi Hró­bjarts­son, Viðar Garðars­son og Valdimar Leó Frið­riks­son.

Gunnar Braga­son, Ása Ólafs­dóttir, Ingi Þór Ágústs­son og Knútur G. Hauks­son gáfu ekki kost á sér til á­fram­haldandi starfa fyrir fram­kvæmda­stjórn ÍSÍ.