1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Kynlífs-reglurnar sem fæstir vita

Skyldulesning

Þó svo að kynlíf hljómi frekar auðvelt í framkvæmd þá hefur kynlífssérfræðingurinn ástralski Nadia Bokody bent á að það viti fæstir um vissar óskráðar reglur. Hún rekur þetta í nýjasta pistli sínum sem er skrifaður í tilefni af vinsælum þræði á samskiptamiðlinum Reddit.

Nadia rekur þar að frá því að hún hóf að skrifa um kynlíf og kynfræðslu fyrir nokkrum árum síðan hafi það sífellt komið henni á óvart hversu lítið margir viti um grundvallaratriði kynlífs, svo sem hvað varði hreinlæti og öryggi.

„Ég hef oftar en einu sinni verið spurð hvort það sé í lagi að nota handfangið á hárbursta í staðinn fyrir dildó (það er ekki í lagi, ekki reyna það heima hjá ykkur) og hef heyrt frá óteljandi einstaklingum sem greinilega höfðu ekki hugmynd um að þú setur ekki sleipiefni með bragðefnum á píkuna (sætuefnið getur komið að stað sýkingu í píkum, þó svo efnin séu örugg getnaðarlimum)“

Nadia segir að áfram mætti lengi telja. Til dæmis virðist fáir vita um mikilvægi þess að skipta um smokk milli þess sem lim er stungið úr endaþarm yfir í píku til að minnka líkur á sýkingum og eins hversu mikilvægt það sé að vera með hreinar neglur.

„Vandinn er að við höfum lært að hugsa um þetta sem sjálfsagðar reglur – enginn segir okkur að þrífa neglurnar fyrir kynlíf eða eiga til marga smokka til að geta skipt um – við eigum bara að vita þetta.“ 

Nadia segir að í vinsælum þræði á Reddit nýlega hafi einstaklingur óskað eftir því að aðrir deili þessum sjálfsögðu kynlífsreglum og viðbrögðin hafi verið sláandi.

Dæmi um svörin sem þar birtust, og þar af leiðandi þessar sjálfsögðu reglur, eru:

„Minn fyrrverandi byrjaði einu sinni að reyna við mig ég varð að segja honum að drullast til að þrífa á sér neglurnar. Þær voru svartar af skít.“ 

„Klippið/slípið allar neglur sem þú ætlar þér að stinga inn í aðra manneskju.“ 

„Fyrir allar konur sem eru ofan á – Getnaðarlimir eru brothættir – farið varlega.“ 

„Pissið eftir kynlíf til að fyrirbyggja þvagfærasýkingu.“ 

„Aldrei segja konu: „Oh, en þetta var ekkert mál með mínar fyrrverandi.“ Þetta sagði hann þegar ég enn og aftur reyndi að koma honum í skilning um að hann væri að nudda snípinn minn með röngum hætti. Hann var að pota í hann með þumlinum eins og þetta væri hnappur í lyftu. Engin kona er eins!“ 

„Í guðanna bænum skiptu um smokk þegar þú skiptir um gat“ 

„Hafðu handklæði við hliðina á rúminu.“ 

„Ef hún vill ekki að þú notir smokk, þá ættir þú algjörlega að nota smokk“ 

„Fjarlægðu öll dýr úr herberginu. Það er stórfurðulegt að ná augnsambandi við kött í miðjum klíðum, sérstaklega þar sem kettir líta aldrei undan.“ 

„Ekki biðja um munnmök nema að þvo liminn fyrst“ 

„Ekki missa húmorinn á meðan. Þið eruð bara tveir (eða fleiri) hárlausir apar sem hugsið of mikið og þið lítið fáránlega út.“ 

„Betra er að gefa en þiggja. Ef báðir aðilar hugsa svona þá getur kynlífið orðið eitthvað annað.“ 

„Enginn trúir þér þegar þú segir – Úps vitlaust gat“ 

„Hún á aldrei að þurfa að sofa í blauta blettinum“ 

„Notið meira sleipiefni en þið haldið að þurfi. Það er auðveldara að þrífa upp sleipiefni en blóð.“ 

„Þó að þú hafir fundið snípinn þýðir það ekki að þú eigir að berja hann til dauða.“ 

„Kynlífið er ekki búið fyrr en báðir aðilar eru fullnægðir.“ 

„Ef mótleikari þinn segir þér að halda áfram að gera það sem þú ert að gera eða að það sem þú sért að gera sá frábært EKKI ÞÁ BREYTA NEINU. Ekki þrýsta harðar eða hraðar. Haltu bara áfram að gera það sem þú varst að gera.“ 

„Faðma og kyssa eftirá. Það hjálpar“ 

„Ekki vera nísk með forleikinn“

„Aldrei reikna með samþykki, bara því mótleikarinn var tilbúinn í eitthvað eitt þýðir ekki að hann hafi samþykkt eitthvað annað.“ 

Nadia segir að margir eigi eftir að lesa í gegnum þennan Reddit þráð og átta sig á því að þeir eigi enn mikið eftir ólært þegar kemur að kynlífi og geti það skýrst af því að enn sé feimnismál að ræða um kynlíf og kjósi fólk því að afla sér upplýsinga sjálft og þá oft í tilteknum tilgangi og fari því á mis við þær „reglur“ sem hreinlega hvarfli ekki að þeim.

„Sannleikurinn er að mikið af því sem við þurfum að vita um hvernig við getum stundað öruggt, samþykkt og gott kynlíf er talið sjálfsagt því við búum við menningu þar sem fólki finnst þægilegra að laumulega leita sér upplýsinga á borð við: Hvernig stundar maður endaþarmsmök“ á YouTube, frekar en að eiga í samræðum við aðra um unað og að leggja áherslu á kynfræðslu.“ 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir