Bergur Ebbi spjallaði við ástralska skáldsagnahöfundinn Hönnuh Kent sem er gestur Bókmenntahátíðar í ár.
Hannah Kent
Ungur skiptinemi á Íslandi árið 2003
Viðtal við ástralska skáldsagnahöfundinn Hönnuh Kent
Hannah Kent er ástralskur höfundur sem hefur sterk tengsl við Ísland. Hennar fyrsta skáldsaga, Burial Rites, segir frá Agnesi Magnúsdóttur og atvikum sem vörðuðu síðustu aftökuna á Íslandi en Kent kynntist sögnum af atburðunum þegar hún var skiptinemi á Íslandi upp úr síðustu aldamótum. Þessi fyrsta skáldsaga hennar hefur hefur verið þýdd á fjölda tungumála og kom út í íslenskri þýðingu undir nafninu Náðarstund árið 2014. Hannah Kent er gestur Bókmenntahátíðar í ár. Bergur Ebbi sló á þráðinn til hennar í Ástralíu og fyrsta spurningin var eðlilega um þessa tengingu hennar við Ísland og hvort hún hafi verið örlagavaldur í gifturíkum ferli hennar sem rithöfundur.
„Ég hafði að vísu viljað vera rithöfundur allt frá barnæsku, en það var margt varðandi veru mína á Íslandi sem veitti mér innblástur um gildi bókmennta,“ segir Kent en hún dvaldi á Íslandi í heilt ár strax eftir menntaskóla, aðeins átján ára gömul. „Ég á Íslandi margt að þakka. Að fá að dvelja á stað þar sem sögur, bókmenntir og rithöfundar eru svo ríkjandi þáttur í menningunni er eitthvað sem ég hafði aldrei upplifað áður. Í Ástralíu er gjöful og lifandi menning en ég hafði ekki áður kynnst stað þar sem fólk var jafn duglegt að lesa og á Íslandi,“ segir hún og bætir við að hennar upplifun af Íslandi hafi jafnframt verið sú að hér á landi væri bókmenntum gert hátt undir höfði í fjölmiðlum.
Skrifin tekin alvarlega
Á Íslandi kynntist hún einnig fjölmörgu fólki sem hvatti hana til dáða í skrifum og nefnir sérstaklega eitt ákveðið dæmi. „Ég var búinn að vera tvo mánuði á Íslandi og var stödd í íslenskutíma en var þó ekki búin að ná tökum á tungumálinu. Ég var ekki alveg að fylgjast með því sem var í gangi í kennslustundinni heldur sat og skrifaði niður ljóð. Kennarinn var alvarlegur maður sem borin var mikil virðing fyrir og hann kom auga á að ég væri ekki að taka þátt í kennslustundinni heldur að skrifa ljóð. Viðbrögð hans voru þau að afhenda mér ljóðabók á íslensku sem einnig innihélt enskar þýðingar, og hvetja mig áfram í að skrifa ljóð en í ljós kom að hann var einnig ljóðskáld sjálfur. Þessi viðbrögð voru úr takti við allt sem ég hafði upplifað áður,“ segir hún og gefur í skyn að í heimalandi sínu hefði ekki verið tekið vel í að nemendur sinntu einhverju öðru en sjálfu námsefninu í kennslustundum. „Að hitta fólk sem tók skrif mín alvarlega og taldi þau vera einhvers virði var eitthvað sem hvatti mig áfram,“ segir Kent og ber Íslandi vel söguna.
Það var einnig á Íslandi sem hún kynntist sögunni af Agnesi Magnúsdóttur, sem við Íslendingar þekkjum vel – en þó kannski ekki nógu vel: „Þegar ég heyrði fyrst söguna af aftökunni þá var svo margt sem ég vildi spyrja um,“ segir Kent og bendir á að hún hafi viljað skilja Agnesi betur. „Lýsingin á Agnesi er um margt svo ótvíræð. Ég spurði mig hvort karakter hennar hefði ef til vill verið flóknari og margbreytilegri,“ segir hún og bætir við að þetta snúist ekki endilega um að hún telji Agnesi hafa verið saklausa heldur fremur að hlutskipti hennar, persónuleiki og saga hafi kallað á margslungnari frásögn.
Mikil rannsóknarvinna
Við þetta má bæta að Kent rannsakar sögur sínar gaumgæfilega og var Náðarstund einnig andlag rannsóknarverkefnis sem veitti henni doktorsgráðu í skapandi skrifum frá Flinders háskóla í heimaborg hennar Adelaide í Suður Ástralíu. Og það voru einmitt rannsóknir hennar á máli Agnesar sem komu henni á spor sinnar annarar skáldsögu, The Good People, frá 2016 en sú saga gerist einnig á 19. öld, en á Írlandi og segir af örlögum konu sem hafði ef til vill ekki áður verið gefin nægilega djúp skil í frásögnum. Og þá er áhugavert að spyrja hvort það skyldi vera einhver samhljómur milli írskra sagna og þeirra íslensku? „Svona almennt séð má eflaust segja margt um líkindi milli Íra og Íslendinga en ég vil nú ekki ganga of langt í neinum fullyrðingum. Ég tel þó að segja megi að í báðum þessum menningarheimum sé ákveðin virðing borin fyrir fólki sem hefur sjötta skilningarvitið, fyrir þeim sem hafa skilning á einhverskonar handanheimi,“ segir Kent og bætir við að svo séu þessar þjóðir að sjálfsögðu báðar mótaðar af því að vera eyjur sem voru undir hæl herraþjóða og eigi það ekki síst við um ástandið á þessum tveimur stöðum á 19. öld.
Kvikmyndaverkefni og framtíðin
Hannah Kent er fjölhæfur höfundur og auk skáldsagnagerðar og fræðiskrifa kom hún um árabil að útgáfu blaðsins Kill Your Darlings í Ástralíu, sem er bókmenntarit sem gefur nýjum röddum færi á að koma sér á framfæri sem hún telur afar mikilvægt. Þá hefur hún upp á síðkastið lagt lag sitt við handritaskrif en nýlega var frumsýnd kvikmyndin Run Rabbit Run sem gerð er eftir handriti hennar. Þá styttist einnig í kvikmyndaútgáfu Náðarstundar en það verður Jennifer Lawrence sem fara mun með hlutverk Agnesar Magnúsdóttur og þannig feta í fótspor Maríu Ellingsen sem leysti það hlutverk með mikilli prýði í kvikmynd Egils Eðvarðssonar frá 1995. Um kvikmyndaheiminn segir Kent að það sé góð tilbreyting að vinna að handritum enda feli skáldsagnaskrif í sér mikla einveru á meðan handrit séu gerð í meiri samvinnu við annað fólk. „Svo er hraðinn líka allt annar. Kvikmyndahandrit er eins og sprettur á meðan skáldsaga er maraþon,“ segir hún og segist glöð yfir að hafa möguleikann á að velja á milli miðla þegar kemur að skrifum.
Það styttist í komu Hönnuh Kent til Íslands og blaðamanni leikur forvitni á að vita hvað verði hennar fyrsta verk eftir að til landsins er komið. „Ætli ég muni ekki reyna að virkja þessar sellur í heilanum sem geyma eitthvað af íslenskukunnáttunni,“ segir hún og hlær. „Ég sakna þess að tala íslensku, ég hef ekki getað heimsótt landið í dágóðan tíma meðal annars vegna covid,“ segir hún og augljóst er að landið á sérstakan sess í hjarta hennar.
Skráðu þig inn til að lesa Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Athugasemdir (1) Tengdar greinar
Bókmenntahátíð 2023
ViðtalBókmenntahátíð 2023
Hinn horfni hryllingur herforingjastjórnarinnar
Allt sem við misstum í eldinum er smásagnasafn eftir Mariönu Enriquez í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar.
ViðtalBókmenntahátíð 2023
„Bækur eiga að vekja fólk, ekki svæfa það“
Jerúsalem eftir Gonçalo M. Tavares er væntanleg í íslenskri þýðingu Pedro Gunnlaugs Garcia.
ViðtalBókmenntahátíð 2023
Mósaík stórstjarna á bókmenntahátíð – og heyrt í einni stjörnu …
Nú, þegar farfuglar flykkjast til landsins, er að skella á Bókmenntahátíðin í Reykjavík en hún hefst 19. apríl með ævintýralega tilkomumikilli dagskrá – eins og alltaf. Þungavigtarhöfundar á heimsmælikvarða streyma til landsins og landanum gefst færi á að spyrja þá spjörunum úr, plata þá til að skrifa á bækur og heyra þá fjalla um verk sín.
ViðtalBókmenntahátíð 2023
Skáldsagan gefur meira frelsi
Eggert Gunnarsson ræðir við norska rithöfundinn, fræðimanninn og leikarann Jan Grue.
ViðtalBókmenntahátíð 2023
Er frelsið örugglega svona yndislegt?
Frjáls: Æska í skugga járntjaldsins eftir Leu Ypi fjallar um æskuár höfundar í Albaníu árin sem kommúnistastjórn landsins féll og óðakapítalismann í kjölfarið. Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi.
ViðtalBókmenntahátíð 2023
Þakkláti flóttamaðurinn
Vanþakkláti flóttamaðurinn eftir Dinu Nayeri er þýdd af Bjarna Jónssyni, en Nayeri hefur einnig nýlega sent frá sér bókina Who Gets Believed.
Nýtt efni
Spyr hvort ekki séu til betri verkfæri en að biðja atvinnurekendur og fjármagnseigendur um „að haga sér“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og þingmaður Pírata, Halldóra Mogensen, ræddu á þinginu í vikunni efnahagsástandið á Íslandi en Halldóra spurði Katrínu meðal annars hvort stjórnvöld ættu ekki að gera meira en að „grátbiðja“ fjármagnseigendur og atvinnurekendur um að sýna ábyrgð og gæta hófs í arðgreiðslum. Katrín taldi upp þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir og sagði að ekki væri hægt að hunsa þær. „Allt það sem gert hefur verið og hefur verið boðað snýst um að skapa hér réttlátara skattkerfi.“
Hiksti í hlutdeildarlánum
Einungis eitt hlutdeildarlán hefur verið veitt það sem af er þessu ári á höfuðborgarsvæðinu. Nýting lánanna hefur verið langt undir áætlunum stjórnvalda, sem hafa þá stefnu að veita 480 fyrstu kaupendum lán af þessu tagi á hverju ári.
Umdeildar öryggismyndavélar í notkun hjá Reykjavíkurborg
Öryggismyndavélar frá umdeildum kínverskum fyrirtækjum eru í notkun hjá Reykjavíkurborg sem og við opinberar byggingar á Íslandi. Vélar frá þessum fyrirtækjum eru bannaðar víða um lönd, ýmist vegna mögulegra öryggisbresta eða þátttöku í mannréttindabrotum í Kína. Sérfræðingur í tækniöryggi segir engan hugbúnað fullkomlega öruggan.
ViðtalBókmenntahátíð 2023
Kynntist Íslandi og kynnti heiminn fyrir Agnesi
Bergur Ebbi spjallaði við ástralska skáldsagnahöfundinn Hönnuh Kent sem er gestur Bókmenntahátíðar í ár.
ViðtalBókmenntahátíð 2023
Hinn horfni hryllingur herforingjastjórnarinnar
Allt sem við misstum í eldinum er smásagnasafn eftir Mariönu Enriquez í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar.
„Hryllilegt að hugsa til þess hvað fólk leyfir sér“
Innviðaráðherra segir að umfjöllun Kveiks um óboðlegar aðstæður fólks á leigumarkaði gefi innsýn í það hversu langt sé gengið í að gera eymd fólks og húsnæðisvanda að féþúfu. „Það er satt að segja hryllilegt að hugsa til þess hvað fólk leyfir sér í þeim efnum.“ Formaður Flokks fólksins spurði ráðherrann á Alþingi í dag hvort hann hefði hugsað sér að grípa inn í þetta ástand.
Stærsta fjárfesting ríkisins í Íslandsögunni – 210 milljarðar í uppbyggingu nýs Landspítala
Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra kynntu í dag áætlun um uppbyggingu innviða heilbrigðiskerfisins til ársins 2030. Í því felst meðal annars að verja 210 milljörðum króna í uppbyggingu nýs Landspítala. Verkefnið er að fullu fjármagnað. Ljóst er að geðsviði spítalans verður fundið nýtt húsnæði.
Yfir 300 ungmenni nýtt sér Sjúkt spjall – „Þá vildi hann alltaf meira, líka ef ég var veik og vildi slaka á“
Börn og ungmenni hafa alls átt yfir 300 samtöl við ráðgjafa hjá Stígamótum eftir að nafnlausa netspjallið Sjúkt spjall var opnað fyrir rúmu ári. Talskona Stígamóta segir spjallið mikilvægt því unglingar sem verða fyrir kynferðisofbeldi veigri sér við að leita til foreldra eða starfsfólks skóla. Sjúkt spjall er nú opið þrjú kvöld í viku, í alls sex klukkutíma, og biðla Stígamót til almennings þannig að hægt sé að auka þessa þjónustu við börn og ungmenni. Stórátaks sé þörf til að fræða unglinga um samþykki og mörk, og vinna gegn áhrifum klámiðnaðarins.
Pétur seldi fyrir milljarð í Síldarvinnslunni
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis, sem ásamt systkinum sínum seldi hana til Síldarvinnslunnar í fyrra, hefur minnkað hlut sinn í félaginu um næstum þriðjung. Hann fékk tæplega 1,6 prósent í Síldarvinnslunni við söluna en á nú 1,13 prósent.
Loftslagsmarkmið enn í órafjarlægð
Þrátt fyrir að allir nýskráðir heimilis-, fyrirtækja- og bílaleigubílar myndu ganga fyrir rafmagni árið 2030 og að aðrar staðfestar aðgerðir yrðu komnar til framkvæmda, mun það ekki duga til að ná þeim samdrætti í losun sem ríkisstjórnin stefnir að.
Vegagerðin leggur fram valkost sem Vegagerðin hefur ekki verið hrifin af
Vegagerðinni hefur litist illa á þann valkost að loka alfarið fyrir vinstri beygjur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Sá valkostur er þó annar tveggja sem verður tekinn til skoðunar í umhverfismatsskýrslu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur er hrifnari af þeirri lausn en vinstri beygju af Reykjanesbrautinni á brú.
Rekstrarkostnaður verndarsviðs Útlendingastofnunar síðustu sex ár rúmir 18 milljarðar
Þingmaður Flokks fólksins spurði dómsmálaráðherra út í kostnað vegna afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd en samkvæmt svari frá ráðherra var rekstrarkostnaður verndarsviðs Útlendingastofnunar á árunum 2017 til 2022 rúmir 18 milljarðar króna.
Mest lesið undanfarið ár
1
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
5
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
7
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
9
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
10
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.