Kynntist Íslandi og kynnti heiminn fyrir Agnesi

0
163

Berg­ur Ebbi spjall­aði við ástr­alska skáld­sagna­höf­und­inn Hönnuh Kent sem er gest­ur Bók­mennta­há­tíð­ar í ár.

Hannah Kent

Ungur skiptinemi á Íslandi árið 2003

Viðtal við ástralska skáldsagnahöfundinn Hönnuh Kent

Hannah Kent er ástralskur höfundur sem hefur sterk tengsl við Ísland. Hennar fyrsta skáldsaga, Burial Rites, segir frá Agnesi Magnúsdóttur og atvikum sem vörðuðu síðustu aftökuna á Íslandi en Kent kynntist sögnum af atburðunum þegar hún var skiptinemi á Íslandi upp úr síðustu aldamótum. Þessi fyrsta skáldsaga hennar hefur hefur verið þýdd á fjölda tungumála og kom út í íslenskri þýðingu undir nafninu Náðarstund árið 2014. Hannah Kent er gestur Bókmenntahátíðar í ár. Bergur Ebbi sló á þráðinn til hennar í Ástralíu og fyrsta spurningin var eðlilega um þessa tengingu hennar við Ísland og hvort hún hafi verið örlagavaldur í gifturíkum ferli hennar sem rithöfundur.

„Ég hafði að vísu viljað vera rithöfundur allt frá barnæsku, en það var margt varðandi veru mína á Íslandi sem veitti mér innblástur um gildi bókmennta,“ segir Kent en hún dvaldi á Íslandi í heilt ár strax eftir menntaskóla, aðeins átján ára gömul. „Ég á Íslandi margt að þakka. Að fá að dvelja á stað þar sem sögur, bókmenntir og rithöfundar eru svo ríkjandi þáttur í menningunni er eitthvað sem ég hafði aldrei upplifað áður. Í Ástralíu er gjöful og lifandi menning en ég hafði ekki áður kynnst stað þar sem fólk var jafn duglegt að lesa og á Íslandi,“ segir hún og bætir við að hennar upplifun af Íslandi hafi jafnframt verið sú að hér á landi væri bókmenntum gert hátt undir höfði í fjölmiðlum.

Skrifin tekin alvarlega

Á Íslandi kynntist hún einnig fjölmörgu fólki sem hvatti hana til dáða í skrifum og nefnir sérstaklega eitt ákveðið dæmi. „Ég var búinn að vera tvo mánuði á Íslandi og var stödd í íslenskutíma en var þó ekki búin að ná tökum á tungumálinu. Ég var ekki alveg að fylgjast með því sem var í gangi í kennslustundinni heldur sat og skrifaði niður ljóð. Kennarinn var alvarlegur maður sem borin var mikil virðing fyrir og hann kom auga á að ég væri ekki að taka þátt í kennslustundinni heldur að skrifa ljóð. Viðbrögð hans voru þau að afhenda mér ljóðabók á íslensku sem einnig innihélt enskar þýðingar, og hvetja mig áfram í að skrifa ljóð en í ljós kom að hann var einnig ljóðskáld sjálfur. Þessi viðbrögð voru úr takti við allt sem ég hafði upplifað áður,“ segir hún og gefur í skyn að í heimalandi sínu hefði ekki verið tekið vel í að nemendur sinntu einhverju öðru en sjálfu námsefninu í kennslustundum. „Að hitta fólk sem tók skrif mín alvarlega og taldi þau vera einhvers virði var eitthvað sem hvatti mig áfram,“ segir Kent og ber Íslandi vel söguna.

Það var einnig á Íslandi sem hún kynntist sögunni af Agnesi Magnúsdóttur, sem við Íslendingar þekkjum vel – en þó kannski ekki nógu vel: „Þegar ég heyrði fyrst söguna af aftökunni þá var svo margt sem ég vildi spyrja um,“ segir Kent og bendir á að hún hafi viljað skilja Agnesi betur. „Lýsingin á Agnesi er um margt svo ótvíræð. Ég spurði mig hvort karakter hennar hefði ef til vill verið flóknari og margbreytilegri,“ segir hún og bætir við að þetta snúist ekki endilega um að hún telji Agnesi hafa verið saklausa heldur fremur að hlutskipti hennar, persónuleiki og saga hafi kallað á margslungnari frásögn.

Mikil rannsóknarvinna

Við þetta má bæta að Kent rannsakar sögur sínar gaumgæfilega og var Náðarstund einnig andlag rannsóknarverkefnis sem veitti henni doktorsgráðu í skapandi skrifum frá Flinders háskóla í heimaborg hennar Adelaide í Suður Ástralíu. Og það voru einmitt rannsóknir hennar á máli Agnesar sem komu henni á spor sinnar annarar skáldsögu, The Good People, frá 2016 en sú saga gerist einnig á 19. öld, en á Írlandi og segir af örlögum konu sem hafði ef til vill ekki áður verið gefin nægilega djúp skil í frásögnum. Og þá er áhugavert að spyrja hvort það skyldi vera einhver samhljómur milli írskra sagna og þeirra íslensku? „Svona almennt séð má eflaust segja margt um líkindi milli Íra og Íslendinga en ég vil nú ekki ganga of langt í neinum fullyrðingum. Ég tel þó að segja megi að í báðum þessum menningarheimum sé ákveðin virðing borin fyrir fólki sem hefur sjötta skilningarvitið, fyrir þeim sem hafa skilning á einhverskonar handanheimi,“ segir Kent og bætir við að svo séu þessar þjóðir að sjálfsögðu báðar mótaðar af því að vera eyjur sem voru undir hæl herraþjóða og eigi það ekki síst við um ástandið á þessum tveimur stöðum á 19. öld.

Kvikmyndaverkefni og framtíðin

Hannah Kent er fjölhæfur höfundur og auk skáldsagnagerðar og fræðiskrifa kom hún um árabil að útgáfu blaðsins Kill Your Darlings í Ástralíu, sem er bókmenntarit sem gefur nýjum röddum færi á að koma sér á framfæri sem hún telur afar mikilvægt. Þá hefur hún upp á síðkastið lagt lag sitt við handritaskrif en nýlega var frumsýnd kvikmyndin Run Rabbit Run sem gerð er eftir handriti hennar. Þá styttist einnig í kvikmyndaútgáfu Náðarstundar en það verður Jennifer Lawrence sem fara mun með hlutverk Agnesar Magnúsdóttur og þannig feta í fótspor Maríu Ellingsen sem leysti það hlutverk með mikilli prýði í kvikmynd Egils Eðvarðssonar frá 1995. Um kvikmyndaheiminn segir Kent að það sé góð tilbreyting að vinna að handritum enda feli skáldsagnaskrif í sér mikla einveru á meðan handrit séu gerð í meiri samvinnu við annað fólk. „Svo er hraðinn líka allt annar. Kvikmyndahandrit er eins og sprettur á meðan skáldsaga er maraþon,“ segir hún og segist glöð yfir að hafa möguleikann á að velja á milli miðla þegar kemur að skrifum.

Það styttist í komu Hönnuh Kent til Íslands og blaðamanni leikur forvitni á að vita hvað verði hennar fyrsta verk eftir að til landsins er komið. „Ætli ég muni ekki reyna að virkja þessar sellur í heilanum sem geyma eitthvað af íslenskukunnáttunni,“ segir hún og hlær. „Ég sakna þess að tala íslensku, ég hef ekki getað heimsótt landið í dágóðan tíma meðal annars vegna covid,“ segir hún og augljóst er að landið á sérstakan sess í hjarta hennar.

Skráðu þig inn til að lesa Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.

Kjósa

3

Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1) Tengdar greinar

Bókmenntahátíð 2023

ViðtalBókmenntahátíð 2023

Hinn horfni hryll­ing­ur her­for­ingja­stjórn­ar­inn­ar

Allt sem við misst­um í eld­in­um er smá­sagna­safn eft­ir Mariönu Enriqu­ez í þýð­ingu Jóns Halls Stef­áns­son­ar.

ViðtalBókmenntahátíð 2023

„Bæk­ur eiga að vekja fólk, ekki svæfa það“

Jerúsalem eft­ir Gonçalo M. Tavares er vænt­an­leg í ís­lenskri þýð­ingu Pedro Gunn­laugs Garcia.

ViðtalBókmenntahátíð 2023

Mósaík stór­stjarna á bók­mennta­há­tíð – og heyrt í einni stjörnu …

Nú, þeg­ar far­fugl­ar flykkj­ast til lands­ins, er að skella á Bók­mennta­há­tíð­in í Reykja­vík en hún hefst 19. apríl með æv­in­týra­lega til­komu­mik­illi dag­skrá – eins og alltaf. Þunga­vigt­ar­höf­und­ar á heims­mæli­kvarða streyma til lands­ins og land­an­um gefst færi á að spyrja þá spjör­un­um úr, plata þá til að skrifa á bæk­ur og heyra þá fjalla um verk sín.

ViðtalBókmenntahátíð 2023

Skáld­sag­an gef­ur meira frelsi

Eggert Gunn­ars­son ræð­ir við norska rit­höf­und­inn, fræði­mann­inn og leik­ar­ann Jan Grue.

ViðtalBókmenntahátíð 2023

Er frels­ið ör­ugg­lega svona ynd­is­legt?

Frjáls: Æska í skugga járntjalds­ins eft­ir Leu Ypi fjall­ar um æsku­ár höf­und­ar í Alban­íu ár­in sem komm­ún­ista­stjórn lands­ins féll og óðakapítal­ismann í kjöl­far­ið. Eyrún Edda Hjör­leifs­dótt­ir þýddi.

ViðtalBókmenntahátíð 2023

Þakk­láti flótta­mað­ur­inn

Van­þakk­láti flótta­mað­ur­inn eft­ir Dinu Nayeri er þýdd af Bjarna Jóns­syni, en Nayeri hef­ur einnig ný­lega sent frá sér bók­ina Who Gets Believed.

Nýtt efni

Spyr hvort ekki séu til betri verk­færi en að biðja at­vinnu­rek­end­ur og fjár­magnseig­end­ur um „að haga sér“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra og þing­mað­ur Pírata, Hall­dóra Mo­gensen, ræddu á þing­inu í vik­unni efna­hags­ástand­ið á Ís­landi en Hall­dóra spurði Katrínu með­al ann­ars hvort stjórn­völd ættu ekki að gera meira en að „grát­biðja“ fjár­magnseig­end­ur og at­vinnu­rek­end­ur um að sýna ábyrgð og gæta hófs í arð­greiðsl­um. Katrín taldi upp þær að­gerð­ir sem rík­is­stjórn­in hef­ur stað­ið fyr­ir og sagði að ekki væri hægt að hunsa þær. „Allt það sem gert hef­ur ver­ið og hef­ur ver­ið boð­að snýst um að skapa hér rétt­lát­ara skatt­kerfi.“

Hiksti í hlut­deild­ar­lán­um

Ein­ung­is eitt hlut­deild­ar­lán hef­ur ver­ið veitt það sem af er þessu ári á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Nýt­ing lán­anna hef­ur ver­ið langt und­ir áætl­un­um stjórn­valda, sem hafa þá stefnu að veita 480 fyrstu kaup­end­um lán af þessu tagi á hverju ári.

Um­deild­ar ör­ygg­is­mynda­vél­ar í notk­un hjá Reykja­vík­ur­borg

Ör­ygg­is­mynda­vél­ar frá um­deild­um kín­versk­um fyr­ir­tækj­um eru í notk­un hjá Reykja­vík­ur­borg sem og við op­in­ber­ar bygg­ing­ar á Ís­landi. Vél­ar frá þess­um fyr­ir­tækj­um eru bann­að­ar víða um lönd, ým­ist vegna mögu­legra ör­ygg­is­bresta eða þátt­töku í mann­rétt­inda­brot­um í Kína. Sér­fræð­ing­ur í tækniör­yggi seg­ir eng­an hug­bún­að full­kom­lega ör­ugg­an.

ViðtalBókmenntahátíð 2023

Kynnt­ist Ís­landi og kynnti heim­inn fyr­ir Agnesi

Berg­ur Ebbi spjall­aði við ástr­alska skáld­sagna­höf­und­inn Hönnuh Kent sem er gest­ur Bók­mennta­há­tíð­ar í ár.

ViðtalBókmenntahátíð 2023

Hinn horfni hryll­ing­ur her­for­ingja­stjórn­ar­inn­ar

Allt sem við misst­um í eld­in­um er smá­sagna­safn eft­ir Mariönu Enriqu­ez í þýð­ingu Jóns Halls Stef­áns­son­ar.

„Hrylli­legt að hugsa til þess hvað fólk leyf­ir sér“

Inn­viða­ráð­herra seg­ir að um­fjöll­un Kveiks um óboð­leg­ar að­stæð­ur fólks á leigu­mark­aði gefi inn­sýn í það hversu langt sé geng­ið í að gera eymd fólks og hús­næð­is­vanda að féþúfu. „Það er satt að segja hrylli­legt að hugsa til þess hvað fólk leyf­ir sér í þeim efn­um.“ Formað­ur Flokks fólks­ins spurði ráð­herr­ann á Al­þingi í dag hvort hann hefði hugs­að sér að grípa inn í þetta ástand.

Stærsta fjár­fest­ing rík­is­ins í Ís­land­s­ög­unni – 210 millj­arð­ar í upp­bygg­ingu nýs Land­spít­ala

For­sæt­is­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra kynntu í dag áætl­un um upp­bygg­ingu inn­viða heil­brigðis­kerf­is­ins til árs­ins 2030. Í því felst með­al ann­ars að verja 210 millj­örð­um króna í upp­bygg­ingu nýs Land­spít­ala. Verk­efn­ið er að fullu fjár­magn­að. Ljóst er að geð­sviði spít­al­ans verð­ur fund­ið nýtt hús­næði.

Yf­ir 300 ung­menni nýtt sér Sjúkt spjall – „Þá vildi hann alltaf meira, líka ef ég var veik og vildi slaka á“

Börn og ung­menni hafa alls átt yf­ir 300 sam­töl við ráð­gjafa hjá Stíga­mót­um eft­ir að nafn­lausa net­spjall­ið Sjúkt spjall var opn­að fyr­ir rúmu ári. Talskona Stíga­móta seg­ir spjall­ið mik­il­vægt því ung­ling­ar sem verða fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi veigri sér við að leita til for­eldra eða starfs­fólks skóla. Sjúkt spjall er nú op­ið þrjú kvöld í viku, í alls sex klukku­tíma, og biðla Stíga­mót til al­menn­ings þannig að hægt sé að auka þessa þjón­ustu við börn og ung­menni. Stór­átaks sé þörf til að fræða ung­linga um sam­þykki og mörk, og vinna gegn áhrif­um klámiðn­að­ar­ins.

Pét­ur seldi fyr­ir millj­arð í Síld­ar­vinnsl­unni

Fram­kvæmda­stjóri út­gerð­ar­inn­ar Vís­is, sem ásamt systkin­um sín­um seldi hana til Síld­ar­vinnsl­unn­ar í fyrra, hef­ur minnk­að hlut sinn í fé­lag­inu um næst­um þriðj­ung. Hann fékk tæp­lega 1,6 pró­sent í Síld­ar­vinnsl­unni við söl­una en á nú 1,13 pró­sent.

Lofts­lags­markmið enn í óra­fjar­lægð

Þrátt fyr­ir að all­ir ný­skráð­ir heim­il­is-, fyr­ir­tækja- og bíla­leigu­bíl­ar myndu ganga fyr­ir raf­magni ár­ið 2030 og að aðr­ar stað­fest­ar að­gerð­ir yrðu komn­ar til fram­kvæmda, mun það ekki duga til að ná þeim sam­drætti í los­un sem rík­is­stjórn­in stefn­ir að.

Vega­gerð­in legg­ur fram val­kost sem Vega­gerð­in hef­ur ekki ver­ið hrif­in af

Vega­gerð­inni hef­ur lit­ist illa á þann val­kost að loka al­far­ið fyr­ir vinstri beygj­ur á gatna­mót­um Reykja­nes­braut­ar og Bú­staða­veg­ar. Sá val­kost­ur er þó ann­ar tveggja sem verð­ur tek­inn til skoð­un­ar í um­hverf­is­mats­skýrslu vegna fyr­ir­hug­aðra fram­kvæmda á svæð­inu. Formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur er hrifn­ari af þeirri lausn en vinstri beygju af Reykja­nes­braut­inni á brú.

Rekstr­ar­kostn­að­ur vernd­ar­sviðs Út­lend­inga­stofn­un­ar síð­ustu sex ár rúm­ir 18 millj­arð­ar

Þing­mað­ur Flokks fólks­ins spurði dóms­mála­ráð­herra út í kostn­að vegna af­greiðslu um­sókna um al­þjóð­lega vernd en sam­kvæmt svari frá ráð­herra var rekstr­ar­kostn­að­ur vernd­ar­sviðs Út­lend­inga­stofn­un­ar á ár­un­um 2017 til 2022 rúm­ir 18 millj­arð­ar króna.

Mest lesið undanfarið ár

1

Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.

2

Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

„Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.

3

Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

„Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/

4

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.

5

„Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.

6

Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.

7

Lifði af þrjú ár á göt­unni

Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.

8

„Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.

9

Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.

10

Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.