Kyrkti 11 ára son sinn svo hann þyrfti ekki að glíma við fjárhagsörðugleika – DV

0
167

Ruth DeRienzo-Whitehead hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt son sinn, Matthew Whitehead 11 ára. Lík hans fannst á heimili þeirra, í Horsham í Montgomery sýslu í Pennsylvania, á þriðjudag í síðustu viku. Hún er sögð hafa kyrkt hann með belti til að hann þyrfti ekki að alast upp fjárhagsörðugleikana sem fjölskyldan glímir við. Þetta kemur fram í tilkynningu frá saksóknaraembættinu í Montgomery.

Glendale Local segir að í yfirheyrslum hafi Ruth sagt að Matthew hafi verið æstur og hafi grátið öðru hvoru allan daginn vegna fjárhagsörðugleika fjölskyldunnar. Hún sagðist ekki vilja láta hann alast upp við barning af þessu tagi og því hafi hún kyrkt hann með belti eiginmanns síns á meðan hann svaf.

Faðir Matthew hringdi í lögregluna um klukkan 7 að morgni eftir að hann tók eftir því að dyrnar á hjónaherberginu voru lokaðar og að Toyota Highlander bíll fjölskyldunnar var horfinn. Lögreglan fann lík Matthew í rúminu í hjónaherberginu en hann hafði sofnað þar hjá móður sinni kvöldið áður.

Talið er að hann hafi verið myrtur um klukkan 21.30, skömmu eftir að hann sofnaði.

Lögreglan fann bílinn úti í sjó við Cape May. Ruth fannst á gangi um 10 km frá þeim stað.

Lögreglan fann svart karlmanns belti á gólfinu, bílstjórameginn í bílnum.