6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt

Skyldulesning

Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum.

Þetta kemur fram á vef Samherja þar sem segir að seljandi togarans sé félagið Heinaste Investment Namibia sem félag tengt Samherja eigi rúmlega helming hlutafjár í.

Kaupandinn er Tunacor fisheries sem gerir út fimmtán skip að því er fram kemur á vef Samherja. Þar segir enn fremur að með sölu skipsins verði hægt að endurheimta störf um eitt hundrað skipverja sem voru áhöfn þess áður en skipið var kyrrsett. Skipið hefur legið við höfnina í Walvis Bay í um eitt ár.

Nauðsynlegri yfirferð á tækjum og búnaði Heinaste sé nú lokið og muni skipið halda til veiða á morgun í þjónustu nýs eiganda með áhöfn sem er að verulegu leyti sé sú sama og áður. Þá hefur kaupandi skipsins gefið því nýtt nafn og heitir skipið nú Tutungeni, að því er segir á vef Samherja.

Skipið komst í fréttirnar hér á landi eftir umfjöllun RÚV um Samherjaskjölin svokölluðu auk þess sem að Arngrímur Brynjólfsson, þáverandi skipstjóri skipsins var handtekinn, sakaður um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. 

Hann játaði sök í febrúar en sagði eftir komuna hér við land að hann hefði tekið á sig sökina til þess að sleppa við það vera fastur í Namibíu um langa hríð.


Tengdar fréttir


Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri sem stýrði togaranum Heinaste í eigu Samherja í Namibíu, segist hafa neyðst til þess að játa sök í dómsmáli gegn honum í landinu. Að öðrum kosti hefði málið dregist í marga mánuði.


Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum.


Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi.


Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir