4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Lá við slysi við Bessastaði

Skyldulesning

Á áttunda tímanum í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af ökumanni bifreiðar sem spólaði á bifreiðastæði við Bessastaðastofu. Ítrekað munaði litlu að ökumaðurinn velti bifreiðinni. Farþegi úr henni stóð utan við til að mynda athæfið. Ökumaðurinn var handtekinn en hann er grunaður um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig að tilkynnt hafi verið um innbrot og þjófnað úr geymslu í miðborginni. Í Hlíðahverfi var maður handtekinn á tólfta tímanum en hann er grunaður um sölu fíkniefna og fleiri brot.

Á sjötta tímanum í gær var ökumaður handtekinn í Hafnarfirði en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir