Læknar fjarlægðu fóstur úr heila 1 árs barns – DV

0
222

Læknar framkvæmdu skurðaðgerð á eins árs barni til að fjarlægja fóstur úr heila þess. Þeir fundu fóstrið þegar rannsakað var af hverju hreyfigeta barnsins þróaðist hægt á sama tíma og ummál höfuðs þess óx og vökvi safnaðist fyrir í heilanum. Skýrsla um málið var birt í desember í vísindaritinu Neurology. Í henni kemur fram að í heila barnsins hafi í raun verið tvíburi þess. Fóstrin hafi verið saman í móðurkviði en málin hafi þróast á þann veg að annað fóstrið hætti að vaxa og fór inn í hitt.

Talið er að þetta gerist í einni af hverri 500.000 fæðingum lifandi barna. Venjulega er fóstrið þá í kviðarholi barnsins. Í þessu tilfelli var það hins vegar í höfðinu.