Læknirinn sem gufaði upp – Var talinn látinn og gefið út dánarvottorð en 19 árum síðar gerðist svolítið óvænt – DV

0
149

Hin 26 ára gamli spænski Carlos Sanchez Ortiz de Salazar var virtur og eftirsóttur læknir í heimalandi sínu. Margir höfðu orð á því að hann væri fæddur til starfans, enda sinnti hann sjúklingum sínum af ábyrgð, virðingu og umhyggju.

Carlos var eldklár. Ekki bara var hann læknir hann heldur hafði hann  einni gráðu í klínískri sálfræði og talaði fjölda tungumála reiprennandi.

En dag einn í nóvember árið 1996 mætti Carlos ekki til vinnu, sem var afar ólíkt honum. Hann svaraði ekki síma þegar að samstarfsfólk hans reyndi að hringja í hann og höfðu þau þá samband við foreldra hans.

Foreldrar hans fóru þegar að heimili Carlos í Cazalla de la Sierra en þar var engan að finna.

Var talinn látinn

Daginn eftir höfðu foreldrar Carlos samband við lögreglu og tilkynntu hann horfinn. Lögregla tók hvarfið alvarlega og hófst þegar leit að lækninum. Tóku fjölskylda, vinir og sjálfboðaliðar þátt í leitinni en það var sem jörðin hefði gleypt Carlos.

Lýst var eftir Carlos en engar vísbendingar bárust og bar leitin engan árangur.

Árið 2010 gáfu spænsk yfirvöld út dánarvottorð enda talið útilokað að Carlos gæti mögulega enn verið á lífi. Hann hafði aldrei notað debet né kreditkort sín, hafði aldrei endurnýjað ökuskírteini sitt eða vegabréf né gert neitt annað sem krefst opinberrar skráningar.

Smám saman sættu fjölskylda sín og vinir við að Carlos þeirra væri látinn en fannst sárt að geta ekki kvatt hann með kristilegri greftrun.

Þannig liðu næstu 19 ár en þá komu allt í einu tíðindi sem enginn átti von á.

Líklegt er að Carlos hafi leitað sér að fæði og öðrum nauðsynjum í næsta bæ við skóginn. Sveppatínslumennirnir

Í nóvevember 1915 voru tveir menn að tína sveppi í norðurhluta Toscana á Ítalíu. Enga fundu þeir sveppina og ákváðu því að halda dýpra inn í skóginn í von um sveppafund. Þeir töldu vænlegra að yfirgefa slóðann og leita á stöðum sem fátt var um mannaferðir, enda langt að komnir.

En í stað sveppa rákust mennirnir á tómar plastflöskur, vatnskúta og ýmislegt annað drasl og ákváðu að fylgja slóð ruslsins.

Komu þeir þá að niðurgrafinni holu og stóð maður þar fyrir framan. Hann var með sítt hár og skegg, klæddur lörfum og skítugur frá toppi til táar. Hann horfði á þá en sagði ekki orð.

Mennirnir urðu skelfingu lostnir og hlupu burtu eins og fætur toguðu allt þar til þeir komu að bústað skógarvarðar. Hikstuðu þeir sögunni upp úr sér og samþykkti skógarvörðurinn að fylgja þeim að holunni þar sem þeir höfðu fundið manninn.

Hann stóð enn fyrir utan en gekk nú að þremenningunum, rétti fram hönd sína og bauð þá velkomna.

„Ég er Spánverji og heitir Carlos. Ég hef búið hér síðan árið 1997,” sagði maðurinn.”

„Ég vil ekki búa innan um fólk og þar sem þið hafið fundið mig neyðist ég til að flytja,” bætti hann við og andvarpaði sáran.

Í ljós kom að einbúinn var hinn týndi læknir, Carlos Sanchez Ortiz de Salazar.

Vildi vera einn

Hann var hinn kurteisasti og sagði þremenningunum sögu sína. Hann neitaði að láta mynda sig en leyfði þeim að taka myndir af gömlum skjölum sem hann enn átti, skjölum á við bókasafnskort og stúdentaskírteini.

Hann sagðist hafa búið einn í skóginum í næstum tvo áratugi og ætlaði aldrei að snúa aftur i siðmenninguna. Kvaddi hann síðan mennina með virktum og fór inn um holuna en Carlos hafði grafið sér lítið neðanjarðarskjól þarna lengst inni í skóginunum.

Þegar heim var komið höfðu sveppatýnslumennirnir strax  samband við spænsk yfirvöld. Það tók mánuð fyrir málið að malla í gegnum kerfið áður en haft var uppi á foreldrum Carlos sem þegar fóru til Toscana, ásamt systkinum hans,  í von um að hitta son sinn.

En það var of seint.

Greni Carlosar var tómt og hann hvergi að finna. Hann hafði augljóslega staðið við orð sín og flutt um leið og fréttist af dvalarstað hans.

Carlos úrbjó sér bústað í skóginum. Vil bara faðmlag

Fjölskyldan sagði fjölmiðlum að vissulega hefðu þau orðið fyrir vonbrigðum að finna ekki Carlos en móðir hans, Amelia, sagðist samt sem áður vera afar glöð.

„Við erum hamingjusöm að vita að hann er á lífi og virðum ákvörðun hans um að vera látinn í friði. En ég mun aldrei fá fullan frið í sálina fyrr en ég get faðmað hann, þótt það sé ekki nema bara einu sinni.”

Amelia hvatti einnig foreldra og vini til að fylgjast með sínum nánustu.

„Sonur minn var afburða námsmaður og frábær læknir. Hann hafði náð öllum sínum markmiðum og lifði lífi sem flestir láta sig aðeins dreyma um. En hann bjó yfir sorg, það mikilli sorg að hann gat ekki lengur lifað eðilegu lífi. Við vissum ekki af þessari sorg en ef við hefðu vitað einkennin hefðum við kannski getað gripið inn í. Það hlýtur að hafa verið lamandi þunglyndi sem fékk hann til að yfirgefa allt” sagði Amelia og tók Olga systur hans undir orð móður sinnar.

„Við erum þakklát fyrir að vita að hann er á lífi eftir öll þessi ár sorgar og söknuðar. “

Það er óljóst hvernig Carlos fór að afla sér matar og annarra nauðsynja öll þessi ár. Sumir íbúar nálægra þorpa kváðust hafa séð hann á ferli í þorpunum eftir að myrkva tók og er líklegt að hann hafi þá stolið nauðsynjum eða farið í gegnum ruslahauga.

Enginn hefur séð né heyrt frá Carlos Sanchez Ortiz de Salazar frá 2015 og er ekki vitað hvar hann dvelur eða hvort hann er yfirleitt á lífi.