Lærði ensku til að geta skilið Back­street Boys – Vísir

0
223

Lærði ensku til að geta skilið Back­street Boys Sýrlensk-kanadíski rithöfunduinn Danny Ramadan er staddur hér á landi og fór á Backstreet Boys-tónleikana í gærkvöldi með forsetafrúnni Elizu Reid. Að sögn Elizu lærði Ramadan ensku til þess að geta skilið texta Backstreet Boys. 

Eliza greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni. Ramadan ólst upp í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, en flúði til Kanada árið 2014. Á meðan hann bjó í Damaskus lærði hann ensku einungis til að geta skilið texta uppáhaldshljómsveitar sinnar, Backstreet Boys. 

Ramadan er staddur hér á landi til að kenna í Iceland Writers Retreat og fór hann að sjálfsögðu á tónleikana í gær. Eliza tók hann síðan baksviðs til að hitta mennina sem kenndu honum ensku. 

Tónleikarnir voru haldnir í Laugardalshöll í gær og var ljósmyndari frá Vísi á svæðinu. Í fréttinni hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá kvöldinu.