7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Lærimeyjar Þóris keyrðu yfir Króata í síðari hálfleik

Skyldulesning

Handbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Undir styrkri stjórn Selfyssingsins
Undir styrkri stjórn Selfyssingsins
vísir/Getty

Noregur hefur unnið alla leiki sína til þessa á EM í handbolta og urðu í dag fyrsta liðið til að leggja spútniklið Króatíu að velli.

Króatíska liðið var, nokkuð óvænt, með fullt hús stiga þegar kom að leik dagsins en lið Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hefur staðið fyllilega undir væntingum og átt gott mót.

Jafnræði var með liðunum til að byrja með en Noregur leiddi með einu marki í leikhléi, 14-15. 

Í síðari hálfleik sigu þær norsku fram úr örugglega og unnu að lokum ellefu marka sigur, 25-36.

Henny Reistad var markahæst í norska liðinu með sjö mörk og Stine Oftedal kom næst með sex mörk.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir