0 C
Grindavik
24. febrúar, 2021

Lærisveinar Ólafs óstöðvandi

Skyldulesning

Fótbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Ólafur Kristjánsson í leik með FH á síðustu leiktíð.
Ólafur Kristjánsson í leik með FH á síðustu leiktíð.
vísir/daníel

Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Esbjerg unnu í dag sinn áttunda deildarleik í röð.

Esbjerg heimsótti þá Hvidovre en liðin leika í dönsku B-deildinni í fótbolta. Eina mark leiksins var skorað á 22.mínútu og var Joni Kauko þar að verki.

Með sigrinum fór Esbjerg upp að hlið Viborg á toppi deildarinnar og nokkuð ljóst að Esbjerg er á leið í umspil um sæti í efstu deild en sex umferðum er ólokið af deildarkeppninni.

Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Esbjerg.

Innlendar Fréttir