Lærisveinar Unai Emery sulla inn stigum – Vardy bjargaði stigi fyrir Leicester – DV

0
85

Wolves vann fínasta sigur á Crystal Palace á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Gestirnir byrjuðu leikinn á að skora sjálfsmark en Ruben Neves tryggði sigurinn með marki af vítapunktinum.

8/8 – Rúben Neves has scored all eight of his Premier League penalties, with only Yaya Touré (11/11) and Dimitar Berbatov (9/9) posting better 100% conversion rates in the history of the competition. Reliable. pic.twitter.com/pB9JfiLfiO

— OptaJoe (@OptaJoe) April 25, 2023

Frábært gengi Aston Villa undir stjórn Unai Emery heldur áfram en Tyrone Mings tryggði stigin þrjú gegn Fulham í kvöld. Sigurinn kemur Villa upp í fimmta sæti deildarinnar.

Það var svo barist upp á líf og dauða á Elland Road þar sem Leeds og Leicester mættust, liðin skildu jöfn en Jamie Vardy bjargaði stigi fyrir Leicester.

Leicester er í 17 sæti deildarinnar með 28 stig en Leeds er sæti ofar með 32 stig.

Wolves 2 – 0 Crystal Palace:
1-0 Joachim Andersen (Sjálfsmark)
2-0 Ruben Neves (Vítaspyrna)

Aston Villa 1 – 0 Fulham:
1-0 Tyron Mings

Leeds 1 – 1 Leicester:
1-0 Luis Sinisterra
1-1 Jamie Vardy

Enski boltinn á 433 er í boði