10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Læti í kringum kveðjustund Maradona: Fyrrum eiginkonan bannaði fyrrum unnustu að koma inn

Skyldulesning

„Mér líður illa,“ voru síðustu orð Diego Maradona þegar hann stóð upp frá matarborðinu heima hjá sér og ætlaði að leggjast í rúmið til að hvíla sig og reyna að ná bata.

Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu í gær.

Fyrir rúmum tveimur vikum hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.

Maradona og Claudia þegar þau giftu sig árið 1989.

Getty Images

Sorg í Argentínu:

Búið er að lýsa yfir þriggja sólarhringa þjóðarsorg í Argentínu en þjóðin er í áfalli eftir að Maradona féll frá. Dáðasti sonur landsins eru orð sem á vel við um Maradona. Fólk getur í dag og næstu daga gengið framhjá kistu hans í Casa Rosada kastalanum.

Löng röð er nú fyrir utan Casa Rosada en fjölskylda hans og nánustu vinir komu þar saman í gærkvöldi til að kveðja hann, Rocio Oliva sem var síðasta unnusta Maradona var meinað aðgangur að kveðjustundinni. Rocio og Maradona voru saman í sex ár en upp úr þeirra sambandi slitnaði árið 2018.

Claudia Villafan fyrrum eiginkona Maradona sem á tvær dætur með honum sér um allan aðgang og bannaði Rocio að koma inn. „Ég veit ekki hvers vegna þau gera mér þetta, ég vildi bara kveðja Diego,“ sagði Rocio fyrir utan Casa Rosada en þau höfðu ætlað að gifta sig áður en sambandið tók enda.

„Ég var síðasta unnusta hans, ég hef rétt á því eins og aðrir að kveðja hann. Þau ættu að hugsa meira um Diego sem er nú farinn frá okkur.“

Hún segir að guð muni borga Claudia fyrir þetta. „Guð sér allt og hann mun borga til baka fyrir þetta.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir