Lagði til rúmar 800 þúsund krónur eftir sorglegt andlát hjá ungum manni – DV

0
102

Jack Grealish hefur lagt til fimm þúsund pund í söfnun eftir að Shawn Francis frá Birmingham fannst látinn á laugardag. Voru hann og Grealish kunningjar.

Grealish er goðsögn hjá Aston Villa en Francis var harður stuðningsmaður Villa og átti ársmiða á Villa Park.

Francis og unnusta hans áttu von á þeirra fyrsta barni en unnusta Francis á að fæða barnið í júlí. Ljóst er að sorgin er mikil.

Francis í blóma lífsins. Söfnun hefur verið hrint af stað til að borga jarðarförina og ala upp barnið og hafa 23 þúsund pund safnast.

Grealish sem var seldur til Manchester City fyrir tæpum tveimur árum lagði til 5 þúsund pund í söfnunina og hefur fengið mikið lof fyrir.

Enski boltinn á 433 er í boði