8.4 C
Grindavik
20. júní, 2021

Lágmark þriggja leikja bann ef Cavani verður fundinn sekur

Skyldulesning

Simone Stone blaðamaður BBC segir að lágmark þriggja leikja bann bíði Edinson Cavani framherja Manchester United ef hann verður fundinn sekur um að hafa notað rasískt orð á Instagram.

Cavani skrifaði orðið „Negrito“ þegar hann endurbirti mynd frá félaga sínum. Cavani hafði þá skorað tvö mörk í dramatískum 2-3 sigri Manchester United.

Enska sambandið ætlar að rannsaka málið sem rasísk skilaboð frá Cavani. Við myndina sem vinur hans hafði birt skrifaði Cavani ‘Gracias negrito.’. Bein þýðing á því væri „Takk svarti“.

Í Suður-Ameríku er „negrito“ oft notað yfir nána ástvini. Cavani eyddi myndinni skömmu síðar. Enska sambandið er að skoða málið og hvað skal gera. Ef Cavani verður dæmdur sekur fær hann minnsta þriggja leikja bann.

Cavani hefur verið að komast betur og betur inn í leik United og var frábær í endurkomu sigri liðsins í gær.

The new guidelines around discrimination agreed by FA for start of this season put the minimum suspension at three matches.

— Simon Stone (@sistoney67) November 30, 2020

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir