Lakers og Jazz í úr­slita­leik í nótt um að komast á­fram í átta liða úr­slitin – Vísir

0
4

Los Angeles Lakers var fyrsta liðið til að vinna þrjá sigra í nýja deildarbikar NBA deildarinnar í körfubolta og getur tekið annað sögulegt skref í kvöld.

Lakers menn mæta þá Utah Jazz í A-riðli Vesturdeildarinnar og það er ljóst fyrir leikinn að það lið sem vinnur leikinn tryggir sér sæti í átta liða úrslitum.

Lakers hefur unnið alla þrjá leiki sina en Utah liðið er með tvo sigra og eitt tap. Verði liðin jöfn þá ráða úrslitin úr innbyrðis leik þeirra. Sigurvegari leiksins í kvöld er því öruggur áfram.

Sjö lið eru enn taplaus í deildarbikarnum en auk Lakers eru það Miami Heat, Indiana Pacers, Milwaukee Bucks, Boston Celtics, Minnesota Timberwolves og Sacramento Kings.

Indiana Pacers er að spila í kvöld á móti Atlanta Hawks en með sigri tryggir Pacers liðið sér sæti einnig sæti í átta liða úrslitunum. Pacers verður þá með þrjá sigra og núll töp en sigur liðsins á Philadelphia 76ers og Cleveland Cavaliers fyrr í keppninni þýðir að hvorugt þeirra liða gæti þá komist upp fyrir þá.

Riðlarnir eru reyndar mislangt komnir en leikir á þriðjudags- og föstudagskvöldum telja bæði sem leikir í deildarbikarnum sem og leikir í deildarkeppninni.

Átta liða úrslitin taka við af riðlakeppninni en þangað komast sigurvegarar riðlanna og auk þess tvö lið sem ná bestum árangri í öðru sæti. Í átta liða úrslitunum er síðan spilað um sæti í lokaúrslitunum sem fara fram í Las Vegas í desember.

Leikir kvöldsins í deildarbikar NBA: Cleveland Cavaliers – Philadelphia 76ers Utah Jazz – Los Angeles Lakers Toronto Raptors – Orlando Magic Indiana Pacers – Atlanta Hawks Portland Trail Blazers – Phoenix Suns – Staðan fyrir leiki kvöldsins: Austurdeild: A-riðill Pacers: 2-0 76ers: 2-1 Cavaliers: 1-1 Hawks: 1-1 Pistons: 0-3 [ÚR LEIK] Austurdeild: B-riðill Bucks: 2-0 Heat: 2-0 Knicks: 1-1 Hornets: 1-1 Wizards: 0-3 [ÚR LEIK] Austurdeild: C-riðill Celtics: 2-0 Nets: 2-1 Magic: 1-1 Raptors: 0-1 Bulls: 0-2 Vesturdeild: A-riðill Lakers: 3-0 Jazz: 2-1 Suns: 1-1 Trail Blazers: 1-2 Grizzlies: 0-3 [ÚR LEIK] Vesturdeild: B-riðill Pelicans: 2-1 Nuggets: 2-1 Rockets: 1-1 Mavericks: 1-2 Clippers: 1-2 Vesturdeild: C-riðill Kings: 2-0 Timberwolves: 2-0 Warriors: 1-1 Thunder: 1-2 Spurs: 0-3 [ÚR LEIK]