10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Lampard: „Liðið er að spila vel“

Skyldulesning

Chelsea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 1-2 sigri á franska liðinu Rennes í kvöld. Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og var ánægður með leik liðsins í kvöld.

Olivier Giroud, reyndist hetja Chelsea í kvöld er hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Hann hefur ekki fengið mörg tækifæri í liði Chelsea á þessu tímabili.

„Giroud og Werner eru að berjast um sæti í liðinu, en við vitum hversu mikill atvinnumaður Giroud er. Hann er alltaf með rétt hugarfar,“ sagði Lampard á blaðamannafundi eftir leik.

Lampard var spurður út í frammistöðu Timo Werner sem klúðraði dauðafæri í kvöld.

„Hann hefur skorað mikið af mörkum á þessu tímabili. Ég held að það sé venjulegt fyrir leikmann eins og hann að fá mörg færi. Ég er mjög ánægður með hans frammistöður á þessu tímabili,“ sagði Lampard.

Chelsea hefur verið á góðu skriði í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. Lampard lýst vel á framhaldið.

„Liðið er að spila vel og við náum í úrslit þegar aðgerðir okkar eru árangursríkar á báðum endum vallarins. Hugarfar leikmannanna er gott og leikmennirnir sem koma inn á sem varamenn skila góðri frammistöðu,“ sagði Lampard á blaðamannafundi eftir leik.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir