4 C
Grindavik
1. mars, 2021

Lampard vonast til þess að vera lengi hjá Chelsea en enska landsliðið heillar

Skyldulesning

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur hug á að vera lengi hjá félaginu. Lampard á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea.

Lampard, var lengst af leikmaður Chelsea á sínum knattspyrnuferli. Hann er markahæsti leikmaður félagsins í sögunni með 211 mörk.

Eftir að leikmannaferlinum lauk sneri Lampard sér að þjálfun. Hann tók við enska 1. deildar liðinu Derby County árið 2018 og þjálfaði liðið tímabilið 2018-2019. Honum var síðan boðið að snúa aftur til Chelsea og þá sem knattspyrnustjóri árið 2019.

„Tíminn hefur flogið áfram og nú eru aðeins 18 mánuðir eftir af samningi mínum hér. Ég hafði það á tilfinningunni að fyrsta ár mitt með liðinu yrði erfitt. Nú langar mig að verða hluti af langtímaáætlun félagsins,“ sagði Lampard á blaðamannafundi á dögunum.

Lampard er uppalinn hjá West Ham United en tími hans hjá Chelsea varð til þess að hann elskar félagið.

„Ég er heppinn að fá tækifæri til þess að vera knattspyrnustjóri hjá félaginu sem ég elska, félaginu sem er líf mitt. Að sjálfsögðu langar mig að ná árangri hér og vera eins lengi og ég get,“ sagði Lampard.

Lampard á einnig að baki 106 landsleiki fyrir England og landsliðsþjálfarastarf hjá enska landsliðinu er eitthvað sem heillar hann.

„Landsliðsþjálfarastarfið er ekki eitthvað sem ég tæki að mér á næstunni. Ég elskaði að spila fyrir England en eins og staðan er núna þá er ég fókuseraður á Chelsea. Ég kynni að meta það ef ég fengi tækifæri til þess að verða landsliðsþjálfari Englands seinna á ferlinum, ég myndi klárlega vilja skoða þann möguleika,“ sagði Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir